Búnaðarrit - 01.01.1990, Síða 39
Fundur Búfjárrœktarsambcmds Evrópu í Dublin. Fertugasti ársfundur
sambandsins var haldinn í Dublin á írlandi 27.-31. ágúst. Af hálfu Búnaðar-
félags íslands sóttum við Ólafur R. Dýrmundsson fundinn og af hálfu
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins þeir deildarstjórarnir Stefán Aðal-
steinsson og Ólafur Guðmundsson. Fundir í nautgriparæktardeildinni voru
að þessu sinni flestir sameiginlegir með öðrum deildum. Um ræktunarað-
ferðir var fj allað með búfj árerfðafræðideild, um nýtingu graslendis til beitar
nautgripa og sauöfjár með sauðfjárræktardeild og um notkun hormóna með
fóður- og næringarfræðideild, og til viðbótar kom deildin, er fjallar um
heilsufar og aðbúnað gripa, í hluta af þeirri umræðu.
Þegar ráðstefnan var hálfnuð, var farið í fræðsluferðir s.h. dags til að
heimsækja rannsóknarstofnanir og tilraunabú, og mátti velja milli nokkurra
staða. Ég heimsótti Grange tilraunastöðina í Dunsany. Stöðin starfar fyrir
landið allt að rannsóknum á sviði nautgriparæktar annars vegar og fóðuröfl-
unar hins vegar. Til þessara rannsókna hefur stöðin 350 ha af ræktuðu landi
og frá 1200-1600 nautgripi, breytilegt eftir árstíma. Væri ástæða til að skýra
nánar frá þessari heimsókn í Frey, því að írar hafa lengi verið stórframleið-
endur nautakjöts og því lögð áherzla á rannsóknir á því sviöi.
Ólafur og við Stefán sátum aðalfund búfjárræktarsambandsins, sem
haldinn var síðasta daginn.
Búnaðarþing. Eins og áður var ég skrifstofustjóri Búnaðarþings, sem
stóð frá 27. febr. til 8. marz. Undirbúningur þingsins hófst óvenju snemma,
þar sem fulltrúum voru að þessu sinni send þau mál, sem fyrst átti að leggja
fram á þinginu, svo að þeir gætu kynnt sér þau heima. Eftir þingið tekur
nokkra daga að ganga frá málum í hendur félagsstjórnar og gögnum til
geymslu. Síðan bjó ég Búnaðarþingstíðindi undir prentun í samráði við
búnaðarmálastjóra. Auka-Búnaðarþing var haldið í apríl. Þá stóð yfir
verkfall félagsmanna í F.Í.N. (6. apríl-18. maí), sem við ráðunautar
félagsins erum í, og annaðist ég því ekki skrifstofustjórn á aukaþinginu.
Handrit að skýrslu um aukaþingið fór ég yfir síðar að ósk búnaðarmála-
stjóra.
Bœndahöllin. Ég átti áfram sæti í stjórn Bændahallarinnar. Konráð
Guðmundsson, framkvæmda- og hótelstjóri, mun væntanlega flytja Búnað-
arþingi 1990 skýrslu um rekstur Bændahallarinnar og Hótels Sögu og skýra
reikninga hennar.
Ég þakka stjórn félagsins, búnaðarmálastjóra, samstarfsfólki og þeim
bændum, er ég átti skipti við á árinu, ánægjulega samvinnu.
29. des. 1989,
Ólafur E. Stefánsson
37