Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 40
II. Nautastöð Búnaðarfélags íslands
Diðrik Jóhannsson
Djúpfryst sæöi var notaö hjá öllum búnaðar-
samböndum á landinu á árinu 1989. Búnað-
arsamband Strandamanna keypti þjónustu
sína hjá búnaðarsambandi Vestur-Húna-
vatnssýslu fyrir syðsta hluta sýslunnar. 70
frjótæknar sendu sæðingaskýrslur til upp-
gjörs, 22 þeirra hafa nautgripasæðingar að
aðalstarfi, 21 er í hlutastarfi og 27 leystu aðra
af.
I sérriti Búnaðarfélags Islands, Nautgripa-
ræktinni, verður greint frá öllum niðurstöð-
um um sæöingarnar, útsendingu sæðis og
afdrifum nautanna á árinu.
í ársbyrjun var21 naut á Nautastöðinni, en í árslok 15. Flest voru áfóðrun
24 í senn, að meðaltali 15,8 á dag á móti 18,5 að meðaltali árið 1988.
Á árinu voru fryst 154.189 strá. Um 3,3% stráanna reyndust ekki nothæf
vegna þess, að þau stóðust ekki kröfur um gæði viö smásjárrannsóknir eftir
frystingu. í 8 geymslutönkum Nautastöðvarinnar eru nú geymd um 651.000
strá með sæði úr 130 nautum auk unt 20.000 stráa úr holdanautum í llrísey.
Á skrifstofunni voru reikningshald og viðskiptaerindi aðalverkefnin. Inn-
heimt voru gjöld af 31.895 kúm til að ná 85% þátttöku búnaðarsamband-
anna og er það fækkun um 19 kýr frá fyrra ári. Nautastöðin keypti 6.495
skammta úr holdanautum á Sóttvarnarstöð ríkisins í Hrísey og er það 370
skömmtum fleira en árið áður.
Ég sat alla fundi kynbótanefndarinnar á árinu og samráðsfund um fagráð
í nautgriparækt.
í nóvember tók ég á móti fyrstu laxasviljunum, sem Veiðimálastofnunin
hyggst geyma sem genbanka hér á Nautastöðinni í framtíðinni og er
fyrirhugað aðgeyma þau íeigin geymslutanki, sem þegarer kominn hingað.
Þar sem þetta magn er enn svo lítið fyrirferðar, sem hingað er komið, setti
ég það í aðra geymslutanka. Formlegir samningar þar að lútandi eru ekki
frágengnir viö landbúnaðarráðuneytið.
Starfsmaður við Nautastöðina auk mín er Ingimar Einarsson og þakka ég
honum vel unnin störf. Eins og undanfarin ár hirti ég nautin þá daga. sem
38