Búnaðarrit - 01.01.1990, Síða 44
Skýrsluhaldið hefur verið unnið með hefðbundnum hætti fyrir árið 1989,
en niðurstöður ársuppgjörs liggja samkvæmt venju ekki fyrir fyrr en í lok
janúar á nýbyrjuðu ári.
Sýningar á mjólkurkúm. Skoðun á kúm var að þessu sinni á Austurlandi.
Hún fór fram seint í júnímánuði. Kýr voru skoðaðar á hverju búi. Vegna
þess að kýr eru færri í þessum landshluta en öðrum og hlutfallsleg þátttaka í
skýrsluhaldi er minni en í öðrum landshlutum var aðeins um að ræða
skoðun á 171 kú á 30 búum. Aðstoðarmenn mínir á sýningunum voru
Þorsteinn Bergsson á svæði Bsb. Austurlands og Reynir Sigursteinsson í
Austur-Skaftafellssýslu.
Kvíguskoðun. Einn þáttur í afkvæmadómum á nautum er að lagt er mat á
vissa útlitsþætti hjá dætrum þeirra. Þetta er gert með skoðun á vissum fjölda
dætra hvers nauts. Þessi skoðun er unnin jafnhliða kúasýningum hverju
sinni. Þar sem sýningar voru aö þessu sinni á jafn kúafáu svæði oggerðhefur
verið grein fyrir varð að leita fanga víðar. Kvíguskoðun fór fram í mörgum
sveitum á Suðurlandi í lok maí og byrjun júní. Að þessu sinni voru til
skoðunar dætur nauta sem fædd voru árið 1983 og voru notuö á Nautastöð-
inni á sínum tíma. Þetta var stærri hópur nauta en áður eða samtals 23 naut.
Allmargar dætur þessara nauta höfðu komið til skoðunar á árinu 1988 á
Norðurlandi. Alls voru skoðaðar649 kýr undan þessum nautum. Endanleg-
an afkvæmadóm fá þessi naut síðan í byrjun febrúar 1990. Mikið af dætrum
þessara nauta eru verulega glæsilegar kýr að ytra útliti, en hjá sumum
dætrahópanna skortir á afkastagetu.
Kynbótanefnd. Kynbótanefndin fer með endanlegt val á nautum til
notkunar á Nautastöðinni. í nefndinni sitja nú auk mín ráðunautarnir
Bjarni Arason, Guðmundur Steindórsson, Jón Atli Gunnlaugsson og
Sveinn Sigurmundsson. Nefndin hélt eins og nokkur undanfarin ár þrjá
fundi á árinu. Aðalfundur nefndarinnar er um mánaðamótin janúar/
febrúar, þegar uppgjör á skýrslum nautgriparæktarfélaganna frá næstliönu
ári liggur fyrir svo og nýjar kynbótaeinkunnir allra nauta, sem eiga dætur á
skýrslu. Árið 1989 voru afkvæmadæmd 19 naut, sem fædd voru árið 1982 og
höfðu verið í notkun á Nautastöðinni. Þrjú af þessum nautum fengu dóm
sem nautsfeður, þeir Kópur 82001, Jóki 82008 og Rauður 82025. Dóm sem
kýrfeður fengu: Bruni 82013, Flóki 82016 og Moli 82022. Fjögur fyrsttöldu
nautin af þessum sex hafa verið í notkun á Nautastöðinni á árinu 1989.
Kynbótancfnd hefursíðan 1986 veitt viöurkenningu því kúabúi, sem lagt
hefur til besta nautið á hverju ári. Aö þessu sinni hlaut félagsbúiö á
Brúnastöðum í Hraungerðishrepppi þessa viðurkenningu vegna Rauðs
82025, en hann hlaut mjög jákvæðan dóm að öllu leyti og samtals 9
kynbótastig. Verðlaunaskjöldur var afhentur á fundi í nautgriparæktarfé-
lagi Hraungerðishrepps í marsmánuði. Þess má geta, að þetta var annað
árið í röð, sem þessi viðurkennig var veitt í þessu félagi.
42