Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 45
Nefndin annast einnig val á nautkálfum frá Uppeldisstöðinni að Nauta-
stöðinni á Hvanneyri. Þetta val fer fram á öllum þrem fundum nefndarinn-
ar.
Með nýjum búfjárræktarlögum, sem samþykkt voru árið 1989, mun
kynbótanefndin hætta störfum, en þess í stað mun koma búfjárræktarnefnd
í nautgriparækt.
Nautastöðin. Starfsemi Nautastöðvarinnar gekk mjög vel árið 1989, en í
starfsskýrslu Diðriks Jóhannssonar er gerð nánari grein fyrir því starfi.
Sigurmundur Guðbjörnsson ljallar um starfsemi Uppeldisstöðvarinnar í
Þorleifskoti í sinni starfsskýrslu. Ég annast eins og áður fyrsta val nautkálfa
inná stöðina og bréfaskriftir vegna þess til Sauðfjársjúkdómanefndar.
Starfsemin þargekk vel á árinu og framboð á kálfum vargott. Að vísu var sá
annmarki, að meirihluti kálfa, sem bauðst undan nautsmæðrum, var undan
Tvisti 81026. þetta er áminning til héraðsráöunauta um að nauðsynlegt er að
skipuleggja jafna notkun nautsfeðranna á hverjum tíma.
Sauðfjárræktin.
Skýrsluhaldið. Eins og áður hef ég að mestu haft yfirumsjón með
úrvinnslu á skýrslum fjárræktarfélaganna. Uppgjöri áskýrslum frá haustinu
1988 var að mesti lokið á vordögum þó að einstakar bækur hafi verið að
berast til uppgjörs alveg fram til þessa tíma. Sigurgeir Þorgeirsson mun gera
grein fyrir niðurstöðum skýrsluhaldsins.
Eins og áður barst allmikið af fjárbókum til vinnslu á lambabókum fyrir
haustið. Mikið virðast það sömu aðilar, sem nýta sér þessa þjónustu frá ári
til árs. Þessi úrvinnsla var þó á síðast liðnu sumri fyrir heldur fleira fé en
áður.
Skýrslur frá haustinu 1989 hófust síðan að berast í byrjun nóvember og
um jól var lokið uppgjöri á öllum fjárbókum, sem bárust fyrir þann tíma. Þá
höfðu veriðgerðar uppskýrslur fyrir rúmlega 102 þúsund ær. Flest bendirtil
að afurðir í fjárræktarfélögunum haustið 1989 hafi veriö meiri eftir hverja á
en dæmi eru um nokkru sinni áður. Þar gætir nú vafalítið orðið verulegra
áhrifa af mjög skipulegu ræktunarstarfi í sauðfjárræktinni síðustu áratugi.
Ymiss konar minniháttar uppgjör er auk þess unnið á vegum sauðfjár-
ræktarinnar. Má þar nefna afkvæmarannsóknir, sýningarskýrslur og skoð-
un hrútlamba.
Afkvœmarannsóknir. Ég annaðist haustið 1989 mat á öllum föllum í
afkvæmarannsóknum á vegum fjárræktarfélaganna á Vesturlandi, í
Strandasýslu og Vestur-Húnavatnssýslu.
Fundarsetur og ferðalög erlendis.
A árinu 1989 var ekki mikið um að ég mætti á fundum úti um land ef
undan er skilið starf mitt á Vesturlandi, scm hér er ekki fjallað um.
43