Búnaðarrit - 01.01.1990, Síða 46
Ég mætti eins og áöur er nefnt á aðalfundi nautgriparæktarfélags
Hraungerðishrepps.
Einnig mætti ég á aðalfundi Landsambands kúabænda og á aðalfundi
Stéttarsambands bænda. Einnig fylgdist ég með hluta af aðalfundi Lands-
samtaka sauðfjárbænda, og með aðalfundi NBC, sem haldinn var hér á
landi að þessu sinni.
Mest af tíma mínum til fundarsetu fór i óteljandi nefndarfundi og að
sumum er vikið hér síðar.
Eina utanferð fór ég á árinu. Var það á fund í vinnuhópi á vegum NBC
um nautgriparækt, sem haldinn var í Kaupmannahöfn í nóvember. Sá
starfshópur hefur starfað um árabil, en mér hefur því miður ekki gefist
möguleiki til að sækja fund fyrr en nú þó að mér hafi verið boðin þátttaka
nokkur síðustu ár. Hópur þessi kemur saman til eins fundar á hverju ári.
Þarna koma saman yfirmenn í leiðbeiningaþjónustu og ræktunarsamtökum
í nautgriparækt á Norðurlöndunum. Gefnar eru mjög vandaöarskýrslur um
þróun síðasta árs í hverju landi og ýmis aðkallandi og áhugaverð mál tekin
til gagngerðar umræðu. Félagar mínir þarna sögðu að þetta væri í raun eini
starfandi vinnuhópurinn á vegum þessara samtaka. Aö þessu sinni bar
langhæst umræður um stöðu starfsemi á sviði nautgriparæktarinnar í Ijósi
aukinnar samvinnu og samruna innan EB, þar sem Danir eru aðilar. Mikið
var einnig rætt um breytingar í félagskerfi, rannsóknum og leiðbeiningum í
ljósi sífellds samdráttar í landbúnaði í þessum löndum. Þetta var í heild
ómetanlegur fundur til fræðslu og fróöleiks.
Fagráð í nuutgripurœkt.
Af þeim málum, sem ég vann að á árinu, tel ég vinnu að því aö koma á
fót fagráði í nautgriparækt vafalítið með því sem máli skiptir. í framhaldi af
samþykkt síðasta aðalfundar Landssambands kúabænda var unnið í að
koma slíku fagráði aðila, sem vinna að málefnum nautgriparæktarinnar, á
fót. Ég vann þar með þeim Guðmundi Lárussyni og Stefáni Tryggvasyni frá
samtökunum að þessu. Samþykktir fagráðsins voru síðan undirritaðar af
fulltrúum samstarfsaðila þann 25. september. Aðilar aö fagráðinu eru
Landssamband kúabænda, Búnaðarfélag íslands, Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins, bændaskólarnir og Rannsóknarstofa mjólkuriðnaðarins.
Auk þess er ýmsum aðilum, sem að málefnum nautgriparæktar starfa,
boðið að senda fulltrúa til samráðsfundar, sem gert er ráð fyrir að sé haldin
árlega. Fyrsti samráðsfundur samkvæmt þessum samþykktum var haldinn
17. nóvember.
Það er von mín að með stofnun fagráðsins sé fundinn heppilegur farvegur
til umræðna og umfjöllunar um fagleg málefni nautgriparæktarinnar.
Ástæða er til þess í þessu sambandi að vekja athygli á því, að hér á landi
hefur ætíð skort félagsskap bænda í greininni, sem gæti verið hliðstæða
44