Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 47
hinna öflugu ræktunarfélaga í nálægum löndum, sem eru þar buröarásinn í
öflugu faglegu starfi. Virkt og traust félagsstarf, sem veitir aðhald og
stuöning þeim, sem starfa að rannsóknum, leiðbeiningum og fræðslu í
greininni, er enn brýnna hér vegna fámennis þessa hóps. Hafi nú tekist að
skapa slíkan vettvang er mikið unnið. Þá hefur Landssamband kúabænda
tekið að sér mikilvægt hlutverk.
Útgáfustarfsemi og ritstörf.
Sjötti árgangur Nautgriparæktarinnar kom út í lok apríl, en dreifing hans
til bænda tafðist nokkuð vegna verkfalla. Ritið var að þessu sinni stærra en
nokkru sinni eða 228 blaðsíður. I þessu riti á að vera að finna allar helstu
upplýsingar um framkvæmd ræktunarstarfsins í nautgriparækt á hverjum
tíma. Meginhluta af efni ritsins skrifaði ég.
Nokkrar greinar skrifaði ég í Frey, sem flestar fjölluðu um fagleg málefni
í nautgriparækt. Þá var nautaspjald Nautastöðvarinnar gefið út strax og
upplýsingar vegna þess voru fyrir hendi. Nautaskrá birtist að vanda í
Handbók bænda.
Þá skrifaði ég grein í Árbók landbúnaðarins. Einnig birtist grein sem ég
skrifaði ásamt Stefáni Aðalsteinssyni í minningarrit um dr. Halldór
Pálsson. Þá var ég meðhöfundur ásamt Stefáni og Emmu Eyþórsdóttur að
erindi, sem birt var á fundi Búfjárræktarsambands Evrópu í írlandi.
Ég vil hér einnig geta skýrslu um niðurstöður búrekstrarkönnunar, sem
gefin var út á árinu. Þetta verk vann ég að vísu að niestu á vegum
Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Þarna er að finna heilstæða samantekt um
stöðu hinnar heföbundnu búvöruframleiðslu og ýmis atriði um þróun
landbúnaðar hér á landi á allra síðustu árum. Rétt er að geta þess, aö við
öflun þeirra viðamiklu upplýsinga, sem þarna eru saman dregnar, hafa
flestir héraðsráðunautar í iandinu lagt hönd á plóginn á síðustu árum.
Nefndarstörf.
Eins og undanfarin ár hefur mikið af mínu starfi snúið að margháttuðum
nefndarstörfum. Margt af því tengist starfi mínu hjá Framleiösluráði og
verður ekki hér talið nema það tengist beint málefnum nautgriparæktarinn-
ar.
Snemma á árinu mætti ég á allmörgum fundum þar sem niðurstöður
nefndar, sem lauk störfum í árslok 1987 undir stjórn Jóns Hólm Stefánsson-
nr og fjallaði um skipan leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði, voru til
umræðu.
Nefnd, sem hóf störf í árslok 1987 skipuð af Samtökum mjólkuriðnaðar-
ins og Framleiðsluráði og kölluð var „efnanefnd" og fjallaði um tillögur að
breyttri verðlagningu mjólkur meö lilliti til efnainnihalds, lauk störfum.
Pálmi Vilhjálmsson stjórnaði nefndinni. I tillögum hennar er gert ráð fyrir
45