Búnaðarrit - 01.01.1990, Qupperneq 50
Skipting dilkakjötsins í gæðaflokka er sýnd í meðfylgjandi töflu.
Fallþunjú llokkun dilkakjöts 1988 oj> 1989
Hlutfall af fjölda(%) Meðalfallþungi, kg
Flokkur 1989 1988 1989 1988
Dl-Úrval...................... 5,35 7,99 14,53 14,46
DI-A......................... 78,57 77,25 14,48 14,27
DI-B.......................... 6,45 7,21 18,05 17,97
DI-C.......................... 0,87 1,04 19,65 19,59
DII........................... 5,43 3,99 10,72 10,64
DIII.......................... 1,55 1,00 9,09 9,00
DIV........................... 0,06 0,07 10,26 9,84
DX............................ 1,41 1,20 13,57 13,47
DXX........................... 0,14 0,16 12,74 12,50
Úrkast........................ 0,17 0,08 6,96 8,61
Innlagt................ 610.867 skr. 658.861 skr. 8.821.247 kg 9.379.894 kg
Heimatekið
óflokkað............... 13.171 - 11.084- 208.187- 171.878-
Samtals................. 624.042 skr. 669.945 skr. 9.029.434 kg 9.551.772 kg
Helsti munur á flokkun frá fyrra ári er sá, að nú fór minna í úrval, 5,35%
skrokka borið saman við 7,99%, en meira í 2. og 3. flokk. Þá féll nú lítið eitt
minna í fituflokkana, þrátt fyrir meiri vænleika lantba. Þetta bendir til, að í
heild hafi vaxtarlagsflokkun verið strangari s.l. haust en árið áður.
Hrúta- og afkvæmasýningar
Aðalsýningar á sauðfé voru nú í Þingeyjarsýslu austan Dalsmynnis og í
Austfjarðakjördæmi. Afkvæmasýningar voru jafnframt á Suðurlandi. Ég
var aðaldómari á öllum hrútasýningum. bær hófust í Aðaldal 26. september
og lauk í Fáskrúðsfirði 23. október. Þátttaka víðast hvar góð, þar sem ekki
er fjárlaust. Hvergi var um héraðssýningar að ræða vegna smithættu.
Afkvæmasýningar voru fáar, og dæmdi ég alla hópa á aðalsýningasvæöinu,
en Hjalti Gestsson og Sigurjón Bláfeld á Suöurlandi.
Afkvœmarannsóknir voru með sama sniði og undanfarin ár, og þátttakan
vex heldur. Ég mældi skrokka á Húsavík ogHöfn, Jón Viðar Jónmundsson í
Borgarnesi, Búðardal og á Hólmavík, Gunnar Þórarinsson á Hvamms-
tanga, Ólafur G. Vagnsson á Akureyri og Stefán Sch. Thorsteinsson í
fjórum sláturhúsum á Suðurlandi.
Fjárrœktarfélög og skýrsluhald. Jón Viðar Jónmundsson annaðist út-
reikninga úr fjárræktarskýrslum, eins og undanfarin ár. Skýrslur bárust frá
948 aðilum yfir 169.917 ær, þar af 146.393 tvævetrar og eldri. Bændum sem
færa skýrslur fækkaði um 82 milli ára, sem fyrst og fremst stafar af