Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 53
Landnýtingar- og sauðfjárrœktarráðunautur
Skrifstofu- og nefndarstörf. Þessi störf voru
meö svipuðum hætti og áður. Einkum var um
að ræða símtöl, bréfaskriftir og viðtöl á skrif-
stofu auk setu í ýmsum nefndunt, og reyndist
sá þáttur starfsins umfangsmikill á árinu. Að
venju voru santin nokkur erindi og greinar-
gerðir fyrir fundi og skrifaðar ritgerðir og
greinar til birtingar á prenti. m.a. fyrir bún-
aðarblaðið Frey. Ég flutti eitt erindi í búnað-
arþætti Ríkisútvarpsins og annaðist einnig
tvo viðtalsþætti þar að beiöni umsjónar-
manna hans. Eftirfarandi voru helstu nefnd-
ir, stjórnir og ráð, sem ég sat fundi í á liönu
ári: Kynbótanefnd sauðfjárræktar sem ritari hennar, ritnefnd Búvísinda
(áður íslenskar landbúnaðarrannsóknir), Tilraunaráð Rannsóknastofnun-
ar landbúnaðarins, Búfræðslunefnd, fulltrúaráð Bréfaskólans, undirbún-
ingsnefnd vegna Ráðunautafundar Búnaðarfélags íslands og Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins 1989, stjórn Minningarsjóðs dr. Halldórs Páls-
sonar, búnaðarmálastjóra, stjórn Sauðfjárverndarinnar, Markanefnd, und-
irbúningsnefnd vegna gerðar myndbands um gróðurvernd og landnýtingu í
samræmi við ályktun Búnaðarþings 1989 (mál nr.6), Ullarhópur Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins, nefnd landbúnaðarráðherra, scm skilaði áliti
um búfjárhald og friðunaraðgerðir á Reykjanessvæðinu, nefnd landbúnað-
arráðherra, sem skilaði áliti um búfé á vegsvæðum („vegkantanefnd"), og
síðla árs var ég skipaður í nefnd Iandbúnaðarráðherra, sem á að undirbúa
ný lög um búfjárhald. Nánar verður greint frá öðrum skrifstofu- og
nefndarstörfum í köflunum hér á eftir.
Ferðalög. Að venju skoðaði ég hrossa- og sauðfjárhaga á ýmsum stöðum
og kont í nokkrar réttir. Meðal annars fór ég nokkrar ferðir á Reykjanes-
svæðið á fyrri hluta ársins, fór nokkuð um Suður- og Suðvesturland í júní og
júlí, kynnti mér ástand beitilanda í Leirár- og Melahreppi í september, og í
þeim mánuði fór ég um Mosfellsheiði og austur í Grafning og á Auðkúlu-
lieiði. Þar nyrðra var ég í hópi bænda af Vcsturlandi og fleira l'ólks, um 60
manns, sem kynnti sér beitartilraunir og uppgræðsluframkvæmdir vegna
Blönduvirkjunar. Um réttaleytið var ég dagstund með kynbótanefnd
sauðfjárræktar við skoðun á afkvæmarannsóknafé á tilraunastöðinni á
Ólafur R. Dýnnundsson
51