Búnaðarrit - 01.01.1990, Side 56
skýrslum og viðtölum við geitaeigendur má marka, að skyldleiki sé orðinn
til baga í sumum hjörðunum. Flutningur geita á milli sveita og landshluta er
háður margvíslegum takmörkunum vegna búfjárveikivarna, en reynt er að
aðstoða geitaeigendur eftir föngum við útvegun á höfrum í samráði við
Sauðfjárveikivarnir. Litlar nytjar eru af geitunum, en vart verður áhuga á
að kanna nýtingu geitamjólkur til ostagerðar og vitað er að þelið hefur góða
„kasmír“ eiginleika.
Útgáfustörf. Á liðnu ári þurfti ég enn að verja nokkrum tíma til umsjónar
með samræmdri útgáfu markaskráa, þar sem prentun tveggja þeirra dróst
nokkuð. Því verki er nú lokið og er gert ráð fyrir að næst verði markaskrár
gefnar út í landinu öllu árið 1996. Öll ný mörk, sem birt eru í Lögbirtinga-
blaðinu, eru skráð jafnharðan í Tölvudeild Búnaðarfélags íslands. Unnið
hefur verið að undirbúningi landsmarkaskrár og var handritið nær tilbúið til
prentunar í árslok. í nóvember kom út bók til minningar um dr. Halldór
Pálsson, sem við dr. Sigurgeir Þorgeirsson ritstýrðum fyrir útgefendurna,
Búnaðarfélag íslands og Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Bókin er
óvenjuleg að gerð því að auk þess að vera eitt helsta hérlenda fræðiritið um
sauðfjárrækt er þar einnig birt ríkulega myndskreytt æviágrip Halldórs og
ritaskrá hans í heild. Nánari upplýsingar um minningarritið er að finna í
Frey, 22. tbl., bls. 938, 1989.
Önnur störf. Að venju aðstoðaði ég nokkra erlcnda gesti, sinnti bréfa-
skiptum vegna samskipta félagsins við Búfjárræktarsamband Evrópu og
veitti námsfólki upplýsingar og fyrirgreiðslu af ýmsu tagi. Snemma í febrúar
voru hér á ferð í boði Búnaðartelags íslands og Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins þeir dr. F.D. Provenza frá Ríkisháskólanum í Utah í
Bandaríkjunum ogdr. M.B. Alcock frá Landbúnaðarháskólanum í Bangor
í Wales. Þeir fluttu báðir fróðleg erindi á sviði landnýtingar- og beitarfræða
á Ráðunautafundi 1989 og hjá Líffræðifélagi íslands. Einnig er minnisstætt
erindi um beitarmál, er prófessor C. Gay frá Utali flutti í Bændahöllinni
sem gestur Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda í byrjun
október. Hann lagði m.a. áherslu á náin tengsl og góða samvinnu við
bændur um úrbætur í beitarmálum og er ég innilega sammála því sjónar-
miði. í júní átti ég ánægjulegan fund nteð ambassador Mongólíu, I.
Ochirbal, sem vildi fræðast um sauðfjárrækt hér á landi, einkum unt fóðrun
og meðferð fjárins. Sem fyrr fjallaði ég um nokkrar erlendar fyrirspurnir
vegna útflutnings á sauöfé og hafði santráð við landbúnaðarráðuneytið og
yfirdýralækni um þau mál. Talsmenn bresks áhugafólks um íslenskt sauðfé,
þær F. Theobald og E. Moore, voru hér á ferð til að kanna möguleika á
útflutningi og átti ég fund nteð þeirri fyrrnefndu í ágúst, en við Sigurgeir
Þorgeirsson ræddum viö þá síöarnefndu í september. Einnig sýndi Stefanía
Sveinbjarnardóttir í Ontario í Kanada útflutningi mikinn áhuga og áforma
þessir aðilar að kaupa lömb úr Öræfum í haust. í tengslum viö starf mitt í
54