Búnaðarrit - 01.01.1990, Síða 59
Búnaðarsamband Austur-Skaftafellssýslu hefur ráðið Jón Finn Hansson
frá Neskaupstað sem ráðunaut, er á að sinna hrossarækt að 1/5 hluta í starfi
og hugsanlega með Búnaðarsambandi Austurlands og er það mjög áhuga-
vert.
Stofnverndarsjóður styrkti kaup á Þengli frá Hólum, Goða frá Sauðár-
króki, Stíganda frá Sauðárkróki, Baldri frá Bakka, Kolfinni frá Kjarnholt-
um og Kjarna frá Hrafnkelsstöðum, sem sjá má í skýrslu um sjóðinn.
Ég kom á aðeins tvo aðalfundi hjá hrossaræktarsamböndunum. Þeir eru
fæstir haldnir það snemma að tök séu á að sækja þá fyrir sýningarferðir.
Hrossarœktursumband íslands frestaði aðalfundi í vor, sem ávallt er
haldinn í apríl, vegna verkfalls Félags íslenskra náttúrufræðinga s.l. vor.
Var fundurinn því haldinn að Hólum í Hjaltadal 21. október og var að
vanda vel sóttur. Þar fluttum við Kristinn Hugason erindi unr dóma og
vinnubrögð við þá, sem voru rædd við hringborð jafnóðum.
Margt fleira bar á góma og reyndist tíminn of sluttur þrátt fyrir það að
byrjað var miklu fyrr að morgni en vani hefur verið. Heyrt hefi ég menn lýsa
óánægju með að geta ekki helgað innri málum sambandanna fundartímann
og fá að auki að kynnast betur starfi og hestakosti fundarhaldara hverju
sinni. Þetta finnst mér eðlilegt sjónarmið, en skammdegið stytti líka
möguleikana að þessu sinni.
H.í. sýndi mér vegsemd á afmæli inínu í vor og fékk ég það þakkað nú,
kvaddi og fór heim, en fundarmenn skoðuðu stóð kynbótabúsins á Hólum
og hef ég fyrir satt að þeim hafi litist nrjög vel á, sem ég tek undir, því
vandfundnar eru í landinu hryssur og trippi, sem eru fallegri og þroskabetri
en á Hólunr.
A Kirkjubœ voru hrossin nræld og skoðuð 18. nóvember af okkur Kristni
Hugasyni. Var hann þar fyrsta sinni. Folöld eru flest undan Dagfara frá
Kirkjubæ og Goða frá Sauðárkróki. Leit allt mjög vel út.
Hólar í Hjaltadal.
Enginn formlegur vorfundur stjórnar kynbótabúsins var haldinn, en
málin þó rædd, t.d. hugsanleg söluhross, fangmál o.fl. Fundur var svo
haldinn 20. október eftir daglanga umfjöllun um hrossin er þau voru skoðuð
og nræld. Þetta var slitafundur á þeirri nefnd kynbótabúsins, seni starfað
hefur að mestu óbreytt frá upphafi er búið var stofnað 1964 og starfaði eftir
reglugerð nr. 93/1971. Ný reglugerð samþykkt af landbúnaðarráðherra nr.
336 frá 26. júní 1989 hefur þar með gengið í gildi. Er hún sniðin að nútíma
kynbótafræði og er þar með frjálslegri en áður var. Auk umræðna um
málefni kynbótabúsins kom til umfjöllunar mál, sem hefur verið undirbúið í
haust, um tamningar á stóðhestum er fram færu á Hólum. Standa að því öll
hrossaræktarsambönd á Norðurlandi ásamt Hólaskóla, sem vill láta 10-12
bása í hesthúsinu fyrir tanmingahestana. Var þessu vel tekið af nefndinni og
57