Búnaðarrit - 01.01.1990, Qupperneq 66
Meðan á Ráðunautafundinum stóð mætti ég á einn almennan fræðslu-
fund á Hvolsvelii þann 8. febrúar. Var sá fundur á vegum hestamannafé-
lagsins Geysis í Rangárvallasýslu. Þann 16. október flutti ég erindi á
fræðsiufundi á vegum hestamannafélaganna í S.-Þingeyjarsýslu og 8.
nóvember á fundi með hestafólki í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Eg
sat ekki fleiri almenna fundi á árinu. Kom þar verkfallið margumrætt til
m.a., en þessum þætti þarf ég að gefa aukinn gaum.
Búnaðarfélag íslands efndi ekki til námskeiðs fyrir kynbótadómara þetta
árið, en þau hafa verið haidin árlega síðustu tvö ár. I stað þess veitum við
hrossaræktarráðunautarnir forystu sameiginlegri vinnu þeirra aðila, er
námskeiðin myndu sækja, við samningu reglna um kynbótadóma og
sýningar þ.m.t. „stigunarkvarði". Tveir vinnufundir voru haldnir á árinu
vegna þessa verks (í febrúar og maí), en vekfallið kom í veg fyrir að verkinu
yrði lokið áður en dómstörf hæfust. í síðustu starfsskýrslu var gerð grein
fyrir mikilvægi þessa verks.
Eg tók þátt í undirbúningi nýs námskeiðs á Hólum, sem halda átti á
útmánuðum og fjalla um vöxt, þroska og byggingardóma hrossa. Þessu
námskeiði þurfti því miður að aflýsa vegna óveðurs og ófærðar á Norður-
landi og reyndist ekki rúm fyrir það síðar. Námskeiðið verður haldið nú í
mars. Nú er orðið það mikið starf í kennsiu, almennri fræðslu og rannsókn-
um tengdum hrossarækt og hrossahaldi hérlendis að tímabært er orðið að
við hjá Búnaðarfélagi íslands, hrossaræktarkennarar bændaskólanna og
aðrir þeir, sem láta sig þetta starf varða, hittist og samhæfi krafta sína. I
þessu atriði m.a. verður væntanlegt fagráð í hrossarækt ómetanlegt.
Sá atburður átti sér stað í sumar á Hólum í Hjaltadal, sem gæti markað
nokkur tímamót, en dagana 7. til 10. júlívar þriðja ræktunarráðstefna FEIF
(Breeding Seminar) haldin þar. Ráðstefnan var sett 7. júií, námskeið í
dómum kynbótahrossa á íslandi var haldið 8. og 9. júlí, en skoöunarferð
farin þann 10. Erlendir þátttakendur á ráðstefnunni voru frá átta Evrópu-
löndum. Búnaðarfélag Islands stóð faglega að námskeiðinu, sem ég tel að
tekist hafi á viðunandi hátt. Þó hefði ég viljað að okkur hefði unnist tóm til
víðtækari undirbúnings með m.a. „stigunarkvarðann" fullmótaöan. Ensk
þýðing bókarauka Hrossaræktarinnar 1987 um dóma kynbótahrossa var
megin námsefnið, sem fylgt var úr hlaði nieð fyrirlestrum og verklegum
æfingum. Við kennsluna nutum við Þorkell Bjarnason aðstoðar Ingimars
Sveinssonar, kennara á Hvanneyri, Víkings Gunnarssonar, ráðunauts í
Skagafirði og Magnúsar Lárussonar, kennara á Hólum, en ýmis fram-
kvæmd námskeiðsins hvíldi á hans herðum fyrir hönd Hólastaðar.
Nú er lag að Búnaðarfélag íslands efii alþjóðleg samskipti sín á sviði
hrossaræktar. Með því tryggjum við stöðu Islands sem leiðandi afls í
kynbótastarfinu. Það ásamt með glæsilegum sýningum og kynningu hests-
ins hér á landi og með þátttöku Islendinga í slíku starfi erlendis treystir
markaðsstöðu okkar.
64