Búnaðarrit - 01.01.1990, Síða 69
hentugast, sé eitt notað, og í saniþykkt aðalfundar Félags hrossabænda er
einnig fagnað samkomulagi þess og Búnaðarfélagsins um frostmerkingar,
sjá fyrr.
Einn þremenninganna, Jónas Kristjánsson, sat L.H. þingið, kynnti þar
bók sína og tók þátt í umræðum. Jónas notaði tækifærið og sendi Búnaðar-
félaginu og sumum okkar er þar starfa óspart tóninn, sem hann og gerir í
formála bókar sinnar. Skeytti Jónas um fátt ogsr'st unt sannleika og réttsýni.
Við Þorkell svöruðum honum á þann hátt að eftir var tekið og þótti það
heppnast. Áttu þessar orðasennur sér stað á síðari degi þingsins.
Við hjá Búnaðarfélaginu getum þó dregið lærdóm af því sem hér hefur
verið rakið, þá m.a. að standa traustan vörð um það númerakerfi sem við
notum, nauðsyn skýrra reglna um geymslu og birtingu gagna og átaks í
uppsetningu og yfirferð gagnabanka félagsins í hrossarækt. I því felst m.a.
að byggja upp gagnabanka fyrir ritað mál. Það auðveldar útgáfustarf, en til
þess að svo sé hægt þarf m.a. aðsjá til þessaðfyrrverandi hrossaræktarráðu-
nautur skili öllum gögnurn frá sinni tíð og Theódórs Arnbjörnssonar.
Útgáfustarfiö þyrfti að stórefla og samræma allt skýrsluhald í hrossarækt.
Sátum við Þorkell hluta stjórnarfundar Búnaðarfélagsins 24. nóvember er
þessi mál voru rædd. Fékk erindi okkar góðar viðtökur.
Þann 10. nóvember sat ég fund á Hólum, en þá voru folar valdir á
tamningastöðina. Ég hafði áður (29. okt.) skoðað fola í V.-Húnavatnssýslu
því að tími hafði ekki gefist til þess á ferðalaginu um Norðurland 16. til 20.
okt., sjá framar.
Ég sat fund kynbótanefndar Stóðhestastöðvarinnar 16. nóvcmber, aðal-
fund Félags hrossabænda 17. nóvember og mældi hross með Þorkeli
Bjarnasyni í Kirkjubæ 18. nóvember. Það þótti mér merkisdagur því þá
fyrst kom ég að Kirkjubæ og ekki olli sú heimsókn mér vonbrigðum.
Þann 7. desember fór formaður Landssambands hestamannafélaga þess
á leit við mig að ég starfaði með nefnd hjá L.H., sem vinnur að mótun
framtíðarskipulags stórmóta.
Þann 11. desember tók ég þátt í afmælisvöku Landssambands hesta-
mannafélaga, sem útvarpað var á rás 1 og var í umsjá Sigurðar Hallmarsson-
ar. Flutti ég þar alþýðlegt erindi um hrossarækt.
Afföll af stóðhestum urðu mikil á árinu. Orsakirnar eru að vonum ýmsar.
Einn þessara hesta var Fengur 986 frá Bringu, en hann fótbrotnaði í
flutningum. Ég var dómkvaddur 20. október af bæjarþingi Akureyrar sem
formaður matsnefndar vegna hestsins, en með mér í matsnefnd var kvaddur
Páll Alfreðsson, formaður Hrossaræktarsambands Eyfirðinga og Þingcy-
inga. Funduöum við um málið þann 20. nóvember og lukum matsgjörðinni
þegar að afloknum matsfundinum. Þessu máli er nú aö fullu lokið.
Dómstörf og sýningar: Þann 3. maí var ég áhorfandi er stóðhestar voru
dæmdir á Stóöhestastöðinni í Gunnarsholti, en þá stöð yfir verkfall Félags
náttúrufræðinga, sem er stéttarfélag okkar landsráðunauta.
67