Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 77
fæðingarþunga íslensku grísanna. Því miður er ekki liægt að segja það sama
um vaxtarhraðann, en hann hefur lítið breyst frá árinu 1983.
Svo heppilega vill til að arfgengið fyrir vaxtarhraða hjá svínum er hátt eða
0,35 og einnig er breytileikinn á vaxtarhraða hjá íslenskum grísum hár eins
og sést á meðalfrávikinu. Þess vegna er ekki vafi á, að þeim svínabændum,
sem hafa nákvæmt skýrsluhald og þann metnað að framleiða góða vöru á
viðráðanlegu verði, takist að auka vaxtarhraða grísa sinna. Með auknum
vaxtarhraða myndi fóðurnýting grísanna stóraukast og þar með fram-
leiðslukostnaðurinn stórminnka.
Eina ráðið til að auka vaxtarhraða grísanna er að beita ströngu úrvali við
val ásetningsdýra og setja eingöngu á grísi með mikinn vaxtarhraða og að
sjálfsögðu litla fitu, því að til lítils er að auka vaxtarhraða grísanna ef þeir
eru síðan verðfclldir vegna of mikillar fitu. Ráðlegast er að taka frá mun
fleiri grísi til ásetnings en ætlunin er að setja á, vigta og fitumæla þá með
hljóðbylgjutæki með vissu millibili og velja að lokum einungis bestu grísina
til ásetnings. Að sjálfsögðu verður að kynna sér kynbótagildi foreldra
þessara grísa, t.d. með því að athuga hvernig systkini þeirra hafa komið út
úr kjötmati, fitumælingum og sýrustigsmælingum í sláturhúsum. Fitu og
sýrustigsmælingar í sláturhúsum eru nauðsynlegar, ckki einungis til að
koma í veg fyrir mikla fitusöfnun grísa heldur einnig og ekki síður til að
koma í veg fyrir aukna tíðni vatnsvöðva.
7) í samvinnu við fæðudeild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins voru
fitumældir og sýrustigsmældir 2-300 sláturgrísir í sambandi við athugun á
nýtingarhlutfalli svínaskrokkaí hinum ýmsu kjötflokkum. Allsvoru úrbein-
aðir 78 skrokkar til að athuga skiptingu þeirra í kjöt, bein, fitu o.fl.
Fyrirhugað er að gera sams konar rannsóknir á næsta ári, en þær eru
nauðsynlegar til að koma til móts við óskir neytenda um fituminna kjöt og
aukin kjötgæði.
Fyrirhugað er einnig á næsta ári að leggja mikla áherslu á að auka
vaxtarhraða íslenskra grísa þannig að vaxtarhraði og fóöurnýting íslenskra
grísa verði sambærileg við vaxtarhraða og fóðurnýtingu grísa á Norðurlönd-
um og í Vestur-Evrópu. Eftirfarandi atriði hafa mest áhrif á fóðurnýtingu
svína:
I • Vaxtarhraði grísa - arfgengi 0,35
2. Fitusöfnun grísa - arfgengi 0,50 - 0,60
3. Fjöldi grísa í goti og fæðingarþungi grísa - arfgengi 0,10
4. Holdafar og mjólkurlagni gyltnanna
5. Ýmis atvik, sjúkdómar, óþrif, slæmur aðbúnaður, röng fóðrun o.fl.
Einnig er fyrirhugað í samvinnu við fæðudeild Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins að gera eftirfarandi:
I • Rannsaka hve mörg % læri og hryggur eru af fallþunga íslenskra grísa,
en þetta eru verðmætustu hlutar skrokksins. Samkvæmt niðurstöðum
75