Búnaðarrit - 01.01.1990, Síða 87
Gert er ráð fyrir að fá 1000 g af fiðu af hverri kanínu á ári og að 80% fari í
fyrsta flokk eða 800 g á kr. 3043. - hvert kg. Jafnaðarverð fyrir það, sem í
hina flokkana fer, þ.e. 200 g er um 1985 kr./kg. Afurðin eftir hverja
kanínu er þá (0,800 x 3043)= 2434 kr. + (0,200 x 1985) = 396 kr. eða
samtals kr. 2830 á ári.
Tafla 1. Tekjur og fóðrunarkostnaður á kanínu á ári
Tekjur(meðalverð): lOOOgfiða...................... kr. 2 830,-
Gjöld: 15 kgfóðurbl. 40/-, 50 kghey 10/-.......... kr. 1 100.-
Tekjur-fóðurkostnaður............................. kr. 1 730,-
Ef reiknað er með að hirðing á 600 kanínum sé 1 ársverk gæfi það í tekjur
umfram fóðurkostnað 1730 x 600 = 1038.000 kr. á ári.
Það er þó skoðun mín, að kanínuræktin henti betur sem aukabúgrein eða
stoðbúgrein með öðrum búskap fremur en sem aðalbúgrein.
Aðrir atvinnumöguleikar í kanínurækt. Nýjar leiðir.
Ef litið er til nálægra landa, þar sem kanínurækt var blómleg atvinnugrein
fyrir áratug, þá hefir orðið þar mikil breyting. Danskir og þýskir kanínu-
bændur seldu mest alla sína fiðu til þýsku spunaverksmiðjanna (engin
verksmiðja er í Danmörku).
Þýska ríkið gerði þróunarsamning við kínverska alþýðulýðveldið um að
kaupa af þeim hráefni til iðnaðar, m.a. kaupum á miklu magni fiðu á
„dumping“ verði, sem hreinlega setti alla innlenda fiðuframleiðendur á
hausinn. Norðmenn fóru hins vegar aðra leið. Þar hefir kanínuræktin
blómgast og aukist mjög á undanförnum árum. Öll fiða er unnin sem
heimilisiðnaður. Algengt er að kanínurækt sé tengd ferðaþjónustu bænda.
Hver bóndi er gjarnan með 30-100 kanínur og afurðin er fullunnin heima.
Afurðin er unnin á þeim tíma sem minnst er að gera í ferðaþjónustunni og
vörurnar hafðar til sölu á ferðamannatímanum. Kanínurnar draga einnig
viðskiptavini til ferðaþjónustunnar, þar sem þær gjarnan laða til sín börn og
foreldra úr þéttbýlinu.
Verið er að kanna hvort styrkja megi kanínuræktina hér á landi með því
að taka upp aðferðir Norðmanna og efla heimilisiðnað á kanínuafurðum.
Fyrirhugað er, að seinna í vetur verði haldið námskeið á Hvanneyri á
vegum Bændaskólans og Búnaðarfélags Islands og í samvinnu við Kanínu-
ræktarfélag Suðurlands í úrvinnslu kanínuafurða. Norski landsráðunautur-
inn í kanínurækt, Ossian Kiddholm, liefir boðist til að útvega góða
leiðbeinendur fyrir slíkt náinskeið.
Það er von okkar að þetta styrki kanínuræktina í landinu og skapi aukin
atvinnutækifæri.
Loðkanínurækt er ung búgrein hér á landi. Talsverð reynsla er fengin af
henni og hún er óðum að aðlagast betur og betur innlendum aðstæðum.
85