Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 94
Búnaðarhagfrœðiráðunauturinn
Árið 1989 var nokkuð frábrugðið fyrri árum.
Erfiðleikar í nýgreinum settu nokkurn svip á
árið. Afkoma bænda í hefðbundnum búskap
var lakari en áður. Ekki eru enn til tölulegar
upplýsingar um afkomu bænda árið 1989, en
ef borin eru saman árin 1987 og 1988 kemur í
ljós, að tekjur kúabænda lækkuðu að raun-
gildi um 12,7%, en sauðfjárbænda um
18,2%. Dagana 1. til 4. febrúar var endur-
menntunarnámskeið í búnaðarhagfræði að
Hvanneyri fyrir ráðunauta og kennara. Með
mér unnu að undirbúningi og kennslu Karen
Refsgaard og Gunnlaugur R. Júlíusson. Á
námskeiðinu var fjallað um fjárfestingu, arðsemismat, næmnisgreiningu,
búrekstrarstjórnun, áætlanagerð og lágmarkslaunakröfu bóndans. Bænda-
bókhald kynntu Jón Hlynur Sigurðsson og Þórarinn Sólmundarson. Þátt-
takendur voru 24.
Skrifstofustörf voru með hefðbundnu sniði. Áætlanagerð fyrir einstaka
bændur, sem eru að fara í meiri háttar framkvæmdir eða jarðakaup, tók
töluverðan tíma. Fjárhagskönnunarnefnd starfaði lítillega á árinu. Gjald-
þrotamál bænda var lítt þekkt fyrirbæri hér fyrr á árum og færi betur að svo
væri enn í dag.
Fundir og ferðalög
Dagana 11.-17. ágústfórég ásamtöðrum úrfiskeldishópi Búnaðarfélags-
ins þeim Óskari ísfeld, Magnúsi og Haraldi á fiskeldissýningu (Aqua-Nor) í
Þrándheimi í Noregi. Ferðin var mjög fróðleg enda eru Norðmenn leiðandi
á þessu sviði. Farið var í heimsóknir til fiskeldisbænda og rannsóknastöðva.
Að öðru leyti vísast til starfsskýrslu Óskars ísfelds, fiskeldisráðunautar.
Með fiskeldishópnum fór ég í nokkrar heimsóknir til fiskeldisbænda
einkum hér á suðvesturhorninu.
Ferðafé var mjög takmarkað og því urðu ferðir til bænda og búnaðarsam-
banda mjög takmarkaðar. Bændafundir voru fáir á árinu og á aðeins eitt
bændanámskeið kom ég. Nokkrar ferðir voru farnar til búnaðarsamband-
anna í nóvember og desentber vegna búreikninga og bændabókhalds.
92
J