Búnaðarrit - 01.01.1990, Side 95
Endurskipulagning búreikninga og bændabókhalds
27. nóv. fól stjórn Búnaðarfélagsins okkur Halldóri Árnasyni að vinna að
endurskipulagningu bókhaldsmála fyrir bændur. Var mér falin verkefnis-
stjórnun. Leitað var samstarfs við ráðunauta búnaðarsambandanna í
Eyjafirði, Borgarfirði og Suðurlandi. Nefna má Jón Hlyn Sigurðsson,
Þorstein Þórðarson og Ágúst Sigurðsson að ógleymdum Gunnlaugi R.
Júlíussyni hagfræðingi Stéttarsambandsins, sem lögðu málinu lið. Settur
var fram nýr bókhaldslykill, sem er tvískiptur, þannig að fyrstu þrír stafirnir
mynda sjálfstæðan bókhaldslykil, en síðan kemur búgreinalykill þar fyrir
aftan. Eyðublöðum var breytt til samræmis við kröfur þær sem fylgja
virðisaukaskattsbókhaldi. Sú leið var valin, að skrá inn sem flestar upphæð-
ir með vsk., en láta tölvuna um að skipta upphæðinni þannig að vsk. væri
aðgreindur og færður á efnahagsreikning. Uppbygging bókhaldsins er á
margan hátt svipuð uppbyggingu bændabókhalds og búreikniúga Búreikn-
ingastofu landbúnaðarins. Reynt var að sameina kosti beggja. Ekki verður
krafist vinnuskýrslu nema þá lauslegum áætlunum eftir mánuðum. Lögð er
áhersla á búgreinauppgjör í samræmi við samþykkt formannafundar búnað-
arsambandanna. Lögð er áhersla á myndræna framsetningu niðurstaðna,
áætlanagerð í framhaldi af bókhaldi og þar af leiðandi framlegðaruppgjöri.
Fyrsti fundur með héraðsráðunautum til kynningar á verkinu var haldinn
18. des. í Bændahöllinni. Leiðbeiningar komu út 10. janúar 1990 og
eyðublöð skömmu síðar.
Fjartengibúnaður með mótöldum og forritinu „Carbon Copy“ var keyptur
fyrir áramót og er honum nú komið upp hjá flestum búnaðarsamböndun-
um. Með þessu forriti má fjarstýra tölvum búnaðarsambandanna og það
mun tryggja að auðvelt verður að leiðbeina og leysa vandamál, sem upp
kunna að koma í þessu verkefni sem öðrum. Auðvelt er að senda símleiðis
eða um gagnanetið forrit eða önnur gögn. Einnig mun sparast ferðakostn-
aður og afköst ættu að aukast. Með þessu mótaldi geta búnaðarsamböndin
tengst stóru tölvunni hjá Búnaðarfélaginu og gagnabönkum heima og
erlendis.
Milliþinganefnd Búnaðarþings, sem gera átti tillögur um ýmis atriði
varðandi leiðbeiningaþjónustuna, þar á meðal bókhaldsmál, hafði for-
göngu um þá endurskipulagningu á bókhaldsmálum bænda, sem hér hefur
verið lýst. Hún er þannig skipuð: Formaður Jón Hólm Stefánsson.bóndi,
Egill Jónsson, bóndi og alþingismaður, og Bjarni Guðráðsson, bóndi.
Nefndin sótti um framlag úr Framleiðnisjóði til þessa verkefnis og fékk
jákvæðar undirtektir. Milliþinganefndin hélt marga fundi um þessi mál,
sem lyktaði með tillögum til stjórnar Búnaðarfélagsins um að samið yröi við
hugbúnaðarhúsið Hugmót hf. um forritun á bókhaidi fyrir bændur, þar sem
búreikningar og bændabókhald yrði sameinað í eitt kerfi. Sú sameining
hafði áður verið samþykkt á formannafundi búnaðarsambandanna. Verk-
93