Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 102
Búreikningastofa landbúnaðarins
Jóhann Ólafsson
Starfsemi stofunnar var með svipuðu sniði og
verið hefur. Árið 1988 fullgerði 161 bóndi
búreikning í samvinnu við hana. Var þeim -
ásamt fáeinum bændum, sem hættu búskap á
árinu 1988 og luku því ekki uppgjöri - sent
skattuppgjör til notkunar við gerð landbún-
aðarframtals í byrjun apríl. Fylgdi því tölvu-
unnin fyrningarskýrsla í öllum tilfellum. Sótt
hafði verið um framtalsfrest til 15. apríl og
fékkst hann undantekningarlaust. Endan-
legu uppgjöri lauk um 20. ágúst og fékk
verðlagsnefnd búvara þær niðurstöður sem
hún óskaði eftir í lok mánaðarins.
Eftirtaldir fulltrúar unnu að uppgjöri reikninga ársins 1988. Jóhann
Ólafsson fyrir Dalasýslu, Vestfirði, V.Húnavatnssýslu og Múlasýslur (49
reikningar); Pétur K. Hjálmsson fyrir Borgarfjörð, Mýrar, Snæfellsnes,
A.Húnavatnssýslu, Skagafjörð, Eyjafjörð og S.-Þingeyjarsýslu (57 reikn-
ingar); Þorbjörg Á. Oddgeirsdóttir fyrir Árnes-, Rangárvalla- og Skafta-
fellssýslur (52 reikningar). Benedikt Björgvinsson, ráðunautur, sá um
reikninga í N.-Þingeyjarsýslu (3).
Starf fulltrúa er einkum fólgið í lyklun færslna á sjóð-, viðskipta- og
efnahagsreikningum ásamt afstemmingu bókhalds. Einnig fer nokkur
vinna í frágang á vinnuskýrslum fyrir tölvuskráningu. Jafnframt sjá fulltrúar
um færsluieiðbeiningar hver á sínu starfssvæði.
Vegna takmarkaðs rekstrarfjár varð að fella niður heimsóknir til bænda
að mestu leyti. Þó heimsótti undirritaöur nokkra nýliða í búreikningahaldi,
sem allir voru á Vestfjörðum.
Arsskýrsla o.fl.
Samkvæmt lögum um búreikningastofuna ber að birta yfirlitsskýrslu um
niðurstöður búreikninga ár hvert. Ársskýrsla fyrir árið 1988 kom út um 10.
desember, 57 blaðsíður að stærð og prentuð í 1000 eintökum.
Fjölskyldutekjur af landbúnaði voru að meðaltali kr. 1.119.815 (hækkun
frá fyrra ári 1,6%) og auk þess kr. 73.340 í launatekjur hjóna fyrir vinnu
utan bús. Hækkun fjölskyldutekna var mest á kúabúunum 5,4%, ásauðfjár-
búunum um 1%, en á blönduðum búum lækkuöu þær um 6,1%. Engin
augljós skýring er á lækkuninni á blönduðu búunum.
100