Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 107
Forðagæsla
Ég hafði uinsjón með úrvinnslu forðagæsluskýrslna eins og undanfarin
ár. Helstu niðurstöður úr skýrslunum birtust í maíhefti Hagtíðinda og í 21.
tbl. Freys.
í nóvemberbyrjun fór ég á fundi með forðagæslumönnum og ráðunautum
í Skagafirði og Eyjafirði. Þá má nefna að á árinu hef ég unnið allmikið úr
skýrslunum fyrir Bjargráðasjóð vegna bótagreiðslna.
Búfjártalning
Landbúnaðarráðuneytið fól Búnaðarfélaginu að annast útsendingu eyðu-
blaða og leiðbeininga og alla úrvinnslu varðandi búfjártalningu þá, sem
ráðuneytið lét fara fram í aprílmánuði. Ég hafði umsjón með þéssum málum
fyrir hönd félagsins. Þessi mál hvíldu þó einnig verulega á búnaðarmála-
stjóra og einnig Halldóri Árnasyni, sem annaðist bráðabirgðauppgjör úr
talningunni í fjarveru minni s.l. sumar. Niðurstöður talningarinnar hafa
ekki verið birtar enn. Stefnt er að því að birta yfirlit, þegar nauðsynlegum
leiðréttingum gagna er lokið. Talning fór fram með eðlilegum hætti í nær
öllum sveitarfélögum. Gögn bárust þóekki úrfáeinum sveitarfélögum. Hér
verður ekki gerð grein fyrir niðurstöðum, en rétt er að nefna, að í heild ber
niðurstöðum mjög vel saman við tölur úr forðagæsluskýrslum, enda ljóst að
almennt gegna forðagæslumenn störfum sínum mjög vel. Þess ber þó að
geta, að hross virðast vantalin á forðagæsluskýrslum. Samkvæmt talning-
unni reyndust hross vera liðlega 72 þús., eða nálægt 14% fleiri en fram
komu á forðagæsluskýrslum í árslok 1988.
Önnur störf
Frá byrjun júní til ágústloka dvaldist ég við sænska búnaðarháskólann á
Ultuna. Þar lagði ég einkum áherslu á að kynna mér eftirtalda þætti:
Verkefnastjórn, tölvumál leiðbeiningaþjónustunnar, gagnabanka og hug-
búnað fyrir ráðunauta og bændur. Ég gerði grein fyrir dvöl minni ytra í
sérstakri skýrslu.
1 október boðaði ég lítinn hóp manna til fundar á Hvanneyri, þar sem ég
kynnti forrit, sem ég fékk til skoðunar í Svíþjóð og ætlað er m.a. til
leiðbeininga viö vélaval. Áformað er að aðlaga þetta forrit íslenskum
aðstæðum. Þá fjallaði ég um vélahagfræði og vélaval á námskeiði fyrir
fáðunauta á Hvanneyri í nóvember.
Eg kenndi lítils háttar við Búvísindadeildina á Hvanneyri í byrjun árs og
eg vann að undirbúningi tölvunámskeiðs, sem haldið var fyrir ráðunauta BÍ
1 desember. Sem kennari var fenginn Gísli Sverrisson, fyrrum starfsmaður
lélagsins. Ég aðstoðaði við uppgjör jarðabótaskýrslna og á árinu sótti ég
105