Búnaðarrit - 01.01.1990, Síða 132
raunsæis, að hún gæti vel breytzt í athafnir og angandi skóg á næstu árum.
Mér virðist, að hilli undir þá daga, að skógar af einhverju tagi setji svip á
landið í mörgum, kannske flestum, héruðum, ekki endilega timburskógar,
eins og menn láta sig dreyma um í þessu eyfirzka dæmi, öllu heldur skógar
til gróðurverndar, skjóls og yndisauka þeim, sem þar búa, og hinna, sem
aðeins eru gestir. Ekki dettur mér þó í hug, að þessir hlutir gerist snögglega,
aldir fremur en ár er, held ég, raunsærri mælieining á tímanum í þessu
sambandi. En ferðin er nú raunar hafin - og hálfnað er verk þá hafið er, og
búnaðarsamtökin hljóta að eiga hér stóran hlut að máli með Skógrækt
ríkisins og áhugafélögum.
Þetta Búnaðarþing, sem nú er að hefjast, mun fá til umfjöllunar og
ályktunar erindi úr þessum flokki mála.
Það mun líka fá til umfjöllunar erindi, sem lúta að skipulagsmálum
bændasamtakanna. Þau mál hafa verið í deiglunni að undanförnu, og eru
uppi margar og mismunandi hugmyndir um, hvernig einfalda megi félags-
kerfi bænda, og hvernig haga eigi leiðbeiningaþjónustunni, en það er, eins
og flestir vita, meginviðfangsefni Búnaðarfélags íslands og deilda þess, sem
eru búnaðarsambönd héraðanna, 15 að tölu.
Það er varla efamál, að fyrir dyrum standa skipulagsbreytingar bæði hjá
Búnaðarfélagi íslands og Stéttarsambandinu, þó að algjör samruni þessara
tveggja greina sé ekki á dagskrá og sé tæplega það, sem koma skal.
Fjárhagsmál Búnaðarfélags íslands hafa sett nokkurn svip á síðustu
Búnaðarþing og valdið aðstandendum félagsins talsverðum áhyggjum. A
liðnu ári rættist úr með fjárveitingar hins opinbera til starfsemi Búnaðarfé-
lagsins, þannig að unnt var að greiða uppsafnaðar rekstrarskuldir. Hins
vegar hefur ekki náðst fram það stefnuniál Búnaðarþings, að félaginu væri
fundinn sérstakur, sjálfstæður tekjustofn til að kosta „hinn félagslega þátt í
starfsemi þess“, eins og það er kallað. Þetta eru vonbrigði, en vonandi
finnast leiðir til að koma því máli í höfn hið fyrsta.
Góðir Búnaðarþingsfulltrúar.
Á þessu ári fara fram kosningar til Búnaðarþings fyrir næstu 4 árin. Það
getur því orðið töluvert breytt samkunda, sem hér kemursaman að ári, þótt
ég reikni nú ekki með, að þær hugmyndir um gerbreytta skipan þingsins,
sem uppi eru, verði þá orðnar að veruleika. Vísast er, að þær verði þaðsíðar
í einhverju formi. Tímarnir breytast, og stofnanir mannanna hljóta að
breytast með.
Hvað svo sem framtíðin ber í skauti sínu í þessu efni fyrir búnaðarsamtök-
in og fyrir íslenzka bændastétt á miklum umbrotatímum hérlendis og
erlendis, þá vil ég láta í ljós þá von, að þetta Búnaðarþing, hið 74. í röðinni
frá upphafinu 1899, verði eins og fyrri þing starfsamt og fjalli um málin af
130