Búnaðarrit - 01.01.1990, Síða 133
raunsæi og ábyrgðartilfinningu og yfirvegaðri bjartsýni á framtíðina, þótt
blikur séu á lofti.
Ég segi Búnaðarþing 1990 sett“.
Pá tók til máls aðstoðarmaður Iandbúnaðarráðherra, Alfhildur Olafs-
dóttir. Ritari gjöröabókar skráði eftirfarandi útdrátt úr erindi hennar:
“Álfhildur Ólafsdóttir gat þess, að það hefði koniið í sinn hlut að flytja
ávarpið vegna þess, að Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra,
væri erlendis.
Hún sagði, að íslenzkur landbúnaður stæði á tímamótum eins og reyndar
landbúnaður víða um heirn, og að hér innanlands hefði margt verið rætt um
stöðu og hlutverk landbúnaðar og hugsanlegan innflutning búvara. Þá
ræddi hún stöðu þeirra búgreina, sem mestu skipta í okkar landbúnaði.
Nokkru jafnvægi væri nú náð í mjólkurframleiðslu, en ekki að sama skapi í
sauðfjárrækt.
I nýafstöðnum kjarasamningum hefðu samtök bænda komið að með
nýjum hætti. Hefði sú þátttaka mælzt vel fyrir í þjóðfélaginu og gæti reynzt
heilladrjúg til að koma á bættri samvinnu bænda, neytenda og verkalýðs-
hreyfingar.
Aðstoðarráðherra minntist á misjafnt gengi aukabúgreina. Hún gat þess,
að frá síðasta Búnaðarþingi hefðu tekið gildi nokkur lög, sem snertu
landbúnaðinn. Stofnun Hagþjónustu landbúnaðarins með lögum væri
mikilvægur áfangi, sem eflaust ætti eftir að verða íslenzkum landbúnaði til
mikilla hagsbóta í framtíðinni. Hagþjónustan væri nú tekin til starfa á
Hvanneyri í Borgarfirði, og nú í ársbyrjun hefði önnur ríkisstofnun,
Skógrækt ríkisins, tekið til starfa í öðru landbúnaðarhéraði. Hlyti það að
vera bændum ánægjuefni.
Álfhildur taldi tilkomu umhverfisráðuneytis tímabæra. Hún drap á
nokkur mál, sent unnið hefði verið að á vegum landbúnaðarráðuneytisins
og sem nú kæmu til umfjöllunar Búnaðarþings. Hún gat þess, að framtíð
landbúnaðar og dreifðrar byggðar á Islandi væri sennilega að meira leyti í
höndum kvenna en menn gerðu sér almennt grein fyrir. Að lokum vildi hún
minna á, að um landbúnaðinn gilti eins og um flest annað, að sóknin væri
bezta vörnin“.
Forseti þingsins þakkaði aðstoðarmanni ráðherra.
Loks flutti formaður Stéttarsambands bænda, Haukur Halldórsson,
ávarp, og ræddi m.a. um stöðu landbúnaðarins og hlutverk.
Forseti þingsins þakkaði ávarpið.
131