Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 163
Vegagerð ríkisins gert skylt að sjá um viðhald þeirra girðinga. sem hún
setur upp.
4. Búnaðarþing mælir gegn þeirri breytingu á 89. gr. umferðarlaga nr. 50/
1987, sem meirihluti nefndarinnar lagði til, enda ekki forsendur til slíks.
Nú þegar eru heimildir í umferðarlögum til bótaskiptingar, svo sem fram
kemur í áliti minnihluta nefndarinnar. Ennfremur skortir gripheldar
vegagirðingar víðast um land, og óvissa erum tryggingargegn tjóni, sem
búfé kann að valda í umferðinni.
5. Búnaðarþing leggur áherzlu á aukið samstarf bænda og sveitarfélaga við
Vegagerö ríkisins og sýslumannsembætti um hvers konar aðgerðir til að
draga úr slysum á þjóðvegum, þar sem búfé á í hlut, samfara aukinni
umferð og ökuhraða. Þá eru ökumenn hvattir til að sýna fyllstu aðgæzlu,
er þeir aka um sveitir landsins.
GREINARGERÐ:
Untræður um lausagöngu og vörzluskyldu búfjár virðast að ntiklu leyti
sprottnar af umferð þess á vegsvæðum, þ.e. í vegköntum og á vegunum
sjálfum. Með vaxandi umferð og hraðari akstri eykst slysahætta, og það er
vissulega allra hagur, ekki sízt bænda og annarra búfjáreigenda, að búfé sé
haldið frá þjóðvegum. Ljóst er, að vegirnir raska hefðbundinni nýtingu
beitilanda og skapa slysahættu. Astand þessara mála er ekki viðunandi. 1
umfjöllun um búfé á vegsvæðum gætir oft skorts á skilningi og þekkingu, en
ofangreint nefndarálit stuðlar að málefnalegri umræðu, og þar er bent á
ýmis atriði, sem þarf að huga að eða endurskoða, nt.a. þau, er varða
girðingar með þjóðvegum. Auknar kröfur samfélagsins um, að bændur
haldi fénaði frá vegunum, hljóta að kalla á breytingar á girðingarlögum og
auknar opinberar fjárveitingar til girðinga með vcgum. Astieða er til að
ítreka það álit Búnaðarþings 1989, að ákveða megi mismunandi ríka ábyrgð
Vegagerðar ríkisins á því að loka vegum fyrir búfé eftir umferðarþunga.
Það verður að teljast eðlileg og réttmæt krafa, að Vegagerð ríkisins beri alla
skyldu til að halda búfé af fjölförnustu vegum, enda not landeigenda af
þeim hlutfallslega minnst, en almannanot mest. Sú skylda nái bæði til
uppsetningar og viðhalds girðinganna. Aftur á móti gætu annars staðar,
þ.e. við fáfarnari vegi, gilt svipaðar reglur og nú. ásamt merkingarskyldu
þar, sem búfé er viö ógirta vegi, svosem á heiðum uppi. Einnig þarf að huga
vandlega að ábyrgðartryggingum fyrir búfé og kostnaði viö þær, sem leggst
á viðkomandi búgreinar. Hvað einstakar búfjártegundir varðar, er eðlilegt
að gera greinarmun á stórgripum og sauðfé, því að augljóslega koma
stórgripir oftast við sögu í alvarlegustu umferðarslysunum, þar sem búfé á í
hlut. í sumum þeim tilvikum hefur veriö ekið á reiðmenn eöa hross í rekstri.
Lagning reiðvega sýnist vænleg leið til að draga úr þeirri hættu. Ætla má, að
komist bætt skipan á giröingar með vegum eða girt verði sérstök beitarhólf
11
161