Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 169
markmið og leiðir, sem út er gefið af landbúnaðarráðuneytinu, Land-
græðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins.
Búnaðarþing leggur áherzlu á, að fjárveitingar til þessa landgræðslustarfs
verði auknar verulega.
Breyttir búskaparhættir, sem byggjast á ræktun og hagabótum í heima-
löndum, m.a. með tilstyrk jarðræktarlaga, hafa minnkað beitarálag á
viðkvæm gróðurlönd til fjalla. Víða er gróðurþekja landsins að styrkjast af
þessum ástæðum.
Ræktun á bújörðum og ákveðnum afréttarsvæðum hefur opnað leið að
samkomulagi milli bænda og Landgræðslu ríkisins um uppgræðslu og friðun
á viðkvæmum gróðurlendum. Á þessum grundvelli ber að vinna að
gróðurverndarmálum áfram.
Búnaðarþing skorar á sveitarstjórnir og bændur landsins að ganga til liðs
við þessi markmið með því að vernda þau svæði, sem Landgræðsla ríkisins
og réttbærir aðilar í héraði telja vera nteð viðkvæmt gróðurríki og í hættu af
vöidum uppblásturs eða annarrar gróðureyðingar.
Mál nr. 7 afgreitt með þessu máli.
Mál nr. 16
Frumvarp til laga um innflutning dýra. Lagtfyrir Alþingi á 112. löggjafar-
þingi 1989-90.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 24 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing leggur til, að frumvarpið verði lögfest eins og það liggur nú
fyrir.
GREINARGERÐ:
Efnislega er frumvarpið lítið breytt frá frumvarpsdrögum, sem lögð voru
fyrir Búnaðarþing 1989.
Efni 5. gr. er nýtt, en þar kveður á um að leita skuli umsagnar
Náttúruverndarráðs, ef flytja á inn dýrategundir, sem ekki eru fyrir í
landinu.
Efni, er varða kynbætur og umsagnaraðila þar um, hefur verið samræmt
nýjum búfjárræktarlögum.
167