Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 180
ríkis og bæja, Félag íslenskra iðnrekenda, Bandalag háskólamanna auk
fjölmargra annarra samtaka launþega og atvinnurekenda.
* Búnaðarfélagsskapurinn er að stofni eldri en flest önnur félög í landinu
og hefur starfað með svipuðu sniði og með sama markmið allt frá síðustu
aldamótum, án þess að einstökum deildum hans eða honum í heild hafi
verið gert aðgreiða tekju- eða eignaskatt, fyrr en nú á síðustu árum og þá
án þess að breytingar hafi verið gerðar á lögum eða reglugerðum við þau
sem gefa sérstakt tilefni til slíks.
* Þar sem skýrt er kveðið á um skattfrelsi Búnaðarfélags íslands í lögum og
búnaðarfélög eru nefnd sem skattfrjálsir aðilar í reglugerð, má líta á það
sem nánast vangá að nefna ekki búnaðarsambönd sem skattfrjálsa aðila.
Spyrja má með rökum: eru ekki búnaðarsamböndin hluti af Búnaðarfé-
lagi Islands? Eiga þau ekki að vera undanþegin tekjuskatti á meðan þau
ekki stunda aðra atvinnustarfsemi en þá, sem þjónar tilgangi þeirra? Eiga
þau ekki að vera eignaskatts frjáls á meðan þau eiga ekki aðrar eignir en
þær sem eru nauðsynlegar fyrir starfsemi þeirra, sem að stórum hluta er
þjónusta við ríkið?“
Mál nr. 19
Erindi formannafundar búnaðarsambanda 1990 um tekjustofn fyrir búnað-
arsamböndin.
Afgreitt með máli nr. 33.
Mál nr. 20
Erindi formannafundar búnaðarsambanda 1990 um félagskerfi landbúnað-
arins.
Hluti erindisins ásamt máli nr. 6 afgreiddur með eftirfarandi ályktun á
þingskjali nr. 90, sem samþykkt var með 18 samhljóða atkvæðum:
Búnaðarþing óskar eftir því, að nefnd sú, sem unnið hefur að endurskoð-
un á félagskerfi landbúnaðarins á vegum Búnaðarfélags íslands, Stéttar-
sambands bænda og búnaðarsambandanna starfi áfram.
Til að greiða fyrir störfum nefndarinnar felur Búnaðarþing stjórn Búnað-
arfélags íslands að leita samstarfs við Stéttarsamband bænda um, að hvor
aðili fyrir sig tilnefni einn mann til viðbótar í nefndina, þannig að um fimm
manna starfshóp sé að ræða.
Nefndin ljúki störfum á þessu ári og skili áliti til næsta Búnaðarþings.
Auk hinnar almennu umfjöllunar, sem m.a. beinist að uppbyggingu
hinna þriggja meginþátta félagskerfisins, búnaðarsambanda, Búnaðarfé-