Búnaðarrit - 01.01.1990, Side 181
lags íslands og Stéttarsambands bænda, og æskilegrar verkaskiptingar milli
þessara aðila, felur þingið nefndinni að móta endanlega tillögur um beina
aðild búgreinafélaga að búnaðarsamböndunum sem grunneininga til jafns
við hreppabúnaðarfélög.
Bókun Jóns Gíslasonar og Önnubellu Harðardóttur við ályktun á þingskj.
nr. 90.
Við undirrituð vil jum taka fram vegna niðurlags ályktunar á þingskjali nr.
90, að við teljum, að rétt væri, að það Búnaðarþing, sem nú situr, breyti
lögum Búnaðarfélags Islands á þann hátt, að búgreinafélög, sem telja meiri
hluta bænda í viðkomandi búgrein á sama búnaðarsambandssvæði, geti
orðið beinir aðilar að búnaðarsamböndum, enda uppfylli þau sömu skilyrði
um starfshætti og búnaðarfélög og hafi sömu skyldum að gegna.
Jón Gíslason Annabella Harðardóttir
(sign.) (sign.)
Um hinn hluta erindisins lagði félagsmálanefnd svo hljóðandi tillögu til
ályktunar fyrir þingið, þingskjal nr. 68:
Hluti máls nr. 20.
Tillögur til breytinga á lögum Búnaðarfélags íslands.
Úr 11. gr. laganna falli burt setningin:
„Á því Búnaðarþingi skulu kosnir þrír menn í stjórn félagsins og
jafnmargir varamenn til fjögurra ára aö viðhafðri hlutfallskosningu".
í stað þess komi sem viðbót við 11. gr. laganna:
Á því Búnaðarþingi skulu kosnir fimm menn ístjórn félagsins og fimm til
vara til fjögurra ára. Par afskal formaður kosinn beinni kosningu.
Kosningafyrirkomulag skal vera þannig, að búnaðarþingsfulltrúar skipa
sér ífjóra hópa eftir landsfjórðungum, sem skiptastþannig, að Véstlendinga-
fjórðungi tilheyri Búnaðarsamband Borgarfjarðar, Snœfellinga, Dala-
manna, Vestfjarða og Strandamanna. Norðlendingafjórðungi tilheyri Bún-
aðarsamband Vestur-Húnavatnssýslu, Austur-Húnavatnssýslu, Skagfirð-
inga, Eyjafjarðar, Suður-Pingeyinga og Norður-Pingeyinga. Austfirðinga-
fjórðungi tilheyri Búnaðarsamband Austurlands og Austur-Skaftafellssýslu.
Sunnlendingafjórðungi tilheyri Búnaðarsamband Suðurlands og Kjalar-
nesþings.
Hverþessara hópa skal tilnefna fjóra menn úr viðkomandi hmdsfjórðungi
nema úr Sunnlendingafjórðungi skulu tilnefndir átta menn.
Kosning hefjist síðan með því, uð Búnaðarþing kýs formann úr þessum
tuttugu manna Itópi.
Síðan skulu kosnir fjórir stjórnarmenn úrsama hópi, og loksskulu kosnir
179