Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 184
Mál nr. 22
Konur í landbúnaði. Nefndarálit. Frá landbúnaðarráðuneytinu.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 24 sam-
hljóða atkvæðum:
1. Búnaðarþing beinir því til stjórnar Búnaðarfélags Islands, að hún beiti
sér fyrir, að komið verði á fót starfshópum í samvinnu við búnaðarsam-
böndin, sem vinni að atvinnuppbyggingu fyrir konur í dreifbýli á þeim
sviðum, sem áhugi er fyrir hendi. Haft verði einnigsamband við atvinnu-
og iðnþróunarnefndir, þar sem þær eru fyrir hendi. Þá felur þingið
stjórninni að hlutast til um, að ráðinn verði hæfur maður til að leiðbeina
konum, sem stofna vilja til atvinnurekstrar í dreifbýli.
2. Ennfremur beinir Búnaðarþing þvítil stjórnarBúnaðarfélags Islands, að
hún gangist fyrir því í samvinnu við búnaðarsamböndin, að telagskerfi
landbúnaðarins verði kynnt á skipulegan hátt. Jafnframt verði unnið aö
því að auka þátttöku kvenna í stjórnun og störfum í búnaðarfélagsskapn-
um.
GREINARGERÐ:
Landbúnaðarráðuneytið skipaði á síðast liðnu ári nefnd til að kanna
stöðu kvenna í landbúnaði. Eins var nefndinni ætlað að móta tillögur um,
hvernig efla megi þátt kvenna í landbúnaði og öðrum atvinnugreinum í
dreifbýli. Um 700 konur tóku þátt í þessari könnun. A svörum þeirra er
ljóst, að áhugi þeirra fyrir eflingu atvinnulífsins er verulegur: 87,5% af
þeim, er svöruðu, höfðu annað hvort áhuga fyrir vinnu eða töldu nauðsyn
að efla atvinnu, eigi byggðin aö standa. Samdráttur búvöruframleiðslunnar
á undanförnum árum hefur leitt til þess, að stór hluti búa eru nú af þeirri
stærð, sem jafna má við eitt ársverk. Brýnt er talið að hefjast strax handa viö
eflingu atvinnu ogöflun fjármagns. í umræddri könnun kom einnigfram, að
þátttaka kvcnna í félags- og stéttarmálum þykir ónóg. Ástæða er til að ætla,
að stéttarleg og félagsleg staða landbúnaðarins yrði sterkari, ef konur kæmu
meira þar við sögu.
Mátl nr. 23
Erindi búnaðarþingsfulltrúa af Suðurlandi um rotmassa til svepparæktar.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkl var með 10 atkvæð-
um gegn 6:
Búnaðarþing skorar á landbúnaðarráðherra að hlutast til um þróun
aöferða til að framleiða rotmassa til svepparæktar úr innlendum hráefnum.
Markmiðiö sé, að unnt verði að fullnægja innanlands eftirspurn sveppa-
182