Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 187
Mál nr. 25
Erindi endurskoðenda reikninga Búnaðarfélags íslands um ráðstöfun sjóða-
leifa ræktunarsambanda vegna fyrninga.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 21 sam-
hljóða atkvæði:
Búnaðarþing leggur til, að inneignir ræktunarsambanda vegna fyrninga-
sjóða, sem nú eru í vörzlu Búnaðarfélags íslands, verði afhentar hlutaðeig-
andi ræktunarsamböndum, en búnaðarsamböndum þar, sem ræktunarsam-
bönd eru ekki lengur starfandi.
Mál nr. 26
Alit milliþinganefndar Búnaðarþings um fjármál búnaðarsambandanna,
bókhaldsmál o.fl.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 21 sam-
hljóða atkvæði:
Búnaðarþing leggur áherzlu á, að brýnt sé að efla virka þróunarstarfsemi
í landbúnaði, auka hagkvæmni og greiða framgang nýrra hugmynda,
þekkingar og tækni í framleiðsluháttum.
Til stuðnings þessum markmiðum verði komið á á vegum Búnaðarfélags
Islands og búnaðarsambandanna samræmdu bókhaldskerfi, landbúnaðar-
bókhaldi, er byggist sérstaklega á eftirfarandi:
1. Rekstrarbókhaldi, sem miðist við uppgjör á virðisaukaskatti, landbún-
aðarframtali og heildaruppgjöri einstakra búa, þar sem unnt verði að
meta afkomu hverrar búgreinar fyrir sig.
2. Þróunarbókhaldi, sem grundvallast á áætlunargerð, m.a. vegna áburð-
arnotkunar og fóðrunar búpenings, mats á ræktun og færslu
búfjárskýrslna.
Haft skal faglegt samráð við Hagþjónustu landbúnaðarins um þau mál, er
hana varðar, og tryggja þannig farsælt og árangursríkt samstarf.
Til þess að tryggja framgangframangreindra ákvarðana leggur Búnaðar-
þing áherzlu á eftirfarandi:
a) Öll búnaðarsambönd noti samræmt bókhaldsforrit, er uppfylli ákvæði
laga um Hagþjónustu landbúnaðarins. Tölvuforritið heitir Bústólpi og
er í eigu Búnaðarfélags Islands og búnaðarsambandanna. Mynda skal
tölvunet milli allra búnaðarsambandanna og stjórntölvu Búnaðarfélags
Islands vegna þessa verkefnis. Þannig verði tryggð miðlun upplýsinga og
leiðbeininga. Bústólpi verði afhentur einstökum bændum til notkunar
gegn hóflegri greiðslu, sem miðast við 5.000 kr. ársleigu, er taki
185