Búnaðarrit - 01.01.1990, Side 188
verðlagsbreytingum. Settar verði reglur um samvinnu milli þeirra
bænda, er færa eigið bókhald, og viðkomandi búnaðarsambands.
b) Heimilt er búnaðarsambandi að leigja bókhaldsstofum tölvuforritið
Bústólpa, enda sé þá tryggt, að þær hagi uppgjöri með sama hætti og
viðkomandi búnaðarsamband og veiti bændum sambærilega þjónustu.
Búnaðarfélag íslands afhendir búnaðarsamböndunum samningsform.
c) Landbúnaðarbókhaldið er rótin að nýjum áherzluþáttum í faglegri
starfsemi landbúnaðarins. Einungis virk þátttaka bændastéttarinnar
getur tryggt árangur. Þar sem hér er um nýtt svið verkefna að ræða,
verða störf leiðbeiningaþjónustunnar að vera markviss og sannfærandi,
svo að útbreiðsla landbúnaðarbókhaldsins verði fullnægjandi. Þess
vegna er lögð áherzla á, að gjaldtaka fyrir þá þjónustu, sem búnaðar-
samböndin veita bændum, meðan landbúnaðarbókhaldið er að festast í
sessi, verði hófleg og fremur reynt að afla tekna með góðri þátttöku en
dýrt seldri þjónustu.
Lagt er til, að á þessu ári verði í gildi sérstakt kynningarverð, er að
hámarki nemi til dæmis krónum 10.000,- fyrir hvern uppgerðan reikn-
ing.
d) Búnaðarþing metur mikils þá fjárhagsaðstoð, sem Framleiðnisjóður
landbúnaðarins hefur veitt til þessara verkefna. Fjármunum til ein-
stakra búnaðarsambanda fyrir árið 1990 hefur þegar verið ráðstafað
samkvæmt samþykkt formanna búnaðarsambandanna. Hins vegar legg-
ur þingið til, að fjárveitingar árið 1991 til einstakra búnaðarsambanda
verði háðar tveimur skilyrðum:
1. að búnaðarsamböndin ábyrgist, að öllum bændum verði nteð heim-
sóknum eða viðtölum gerð grein fyrir þessu verkefni og boðin
þátttaka.
2. að lágmarksþátttaka miðist við, að tíundi hver bóndi verði þátttak-
andi í landbúnaðarbókhaldinu.
e) Búnaðarsambönd eru ábyrgðar- og trúnaðaraðilar gagnvart bændum.
Þeim er óheimilt að láta öðrunt í té upplýsingar úr bókhaldi einstakra
bænda, nema þeir heimili það.
f) Nú þegar verði hafizt handa við undirbúning þróunarverkefna landbún-
aðarbókhaldsins. Gerð verði verklýsing hliðstæð þeirri, sem unnið er nú
eftir við framkvæmd rekstrarbókhaldsins. Komi í Ijós, að Búnaðarfélag
Islands liafi ekki tök á að láta starfsmenn sína vinna nauðsynlegt
undirbúningsstarf, verði hæfur aðili í gerð tölvuforrita ráðinn til verks-
ins.
186