Búnaðarrit - 01.01.1990, Side 192
Eins er um Skógrækt ríkisins. Hana ber að efla í tengslum við landbúnað.
Það hlýtur að teljast óæskilegt og andstætt stjórnarfarslegum venjum að
fara með mál eins og gert er í lokamálsgrein 1. greinar, að einn ráðlierra geti
sagt fyrir um verklegar framkvæmdir hjá stofnunum, sem heyra undir önnur
ráðuneyti.
Sú grundvallarregla hefur ríkt í stjórnsýslu hér á landi, að atvinnuvegir
hafi forræði yfir þeim auðlindum, sem þeir byggjast á. Með lögum er
Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins veitt heimild til að grípa inn, ef
alvarleg gróðureyðing á sér stað. Alit, sem gert er í því efni, getur haft áhrif
á stöðu landbúnaðar. Því er rökrétt, að yfirstjórn framkvæmda sé í höndurn
landbúnaðarráðherra. Það er einnig í samræmi við nýtingu og vernd
auðlinda í sjávarútvegi og iðnaði.
Skipting á verkefnum Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins milli
tveggja ráðuneyta væri því til þess fallin að auka kostnað og lama starfsemi
stofnananna.
Samkvæmt frumvarpinu er einnig ætlað að flytja til umhverfisráðuneytis
meðferð laga nr. 50/1965 um eyðingu svartbaks og laga nr. 52/1957 um
eyðingu refa og minka. Framkvæmd þeirra laga er nátengd landbúnaði, og
eftir þeim er unnið í náinni samvinnu við bændur.
Landbúnaður á mikið undir því, að vargi sé haldið í skefjum. Ekki virðist
brýn ástæða til að flytja embætti veiðistjóra úr tengslum við meðferð
landbúnaðarmála.
Að lokum er vert að leggja áherzlu á, að Búnaðarþing hafði nauman tíma
til aðfjalla um þetta mál. Þess vegna var valin sú leið að takmarka afgreiöslu
þingsins einkum við þátt landgræðslu og skógræktar, en ákvæði frumvarps-
ins um þá málaflokka eru af hálfu bændastéttarinnar með öllu óásættanleg.
Hið sama er, þótt áformaðar breytingar allsherjarnefndar neðri deildar
Alþingis við síðustu málsgrein 1. greinar frumvarpsins nái fram að ganga.
Rýmri tími til umfjöllunar um máliö hefði án efa kallað fram fleiri tillögur til
breytinga en hér er gert.
Mál nr. 31
Drög að frumvarpi til laga um búfjárhald. Frá landbúnaðarráðuneytinu.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 24 sam-
hljóða atkvæöum:
Búnaðarþing hefur fjallað um drög að frumvarpi til laga um búfjárhald
frá 6. marz 1990.
í drögum þessum eru sameinuð ákvæði úr búfjárræktarlögum frá 1973 og
lögum um búfjárhald í kaupstööum og kauptúnum frá 1964 með nokkrum
breytingum auk nýrra ákvæða um aöbúnað og meðferö búfjár.
Búnaðarþing mælir með, að áfram verði unnið að þessari lagasetningu
190