Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 193
eftir þeim hugmyndum, sem fram koma í drögunum, með eftirtöldum
breytingum:
3. kafli, 5 gr.:
Úr 1. mgr. 5. gr. falli eftirfarandi orð:
„Að auka öryggi umferðar á þjóðvegum og“.
Síðasta m.gr. 5. gr. orðist svo:
Með sérstakri reglugerð skal landbúnaðaráðherra setja ákvœði um fram-
kvœmd vörzlu samkvœmt fyrri ákvœðum þessarar greinar.
Þá telur Búnaðarþing nauðsynlegt, að lögunum fylgi nákvæmar skilgrein-
ingar á hugtökunum lausaganga og varzla búfjár. Lausaganga skal skil-
greind þannig: - að búfé geti gengið á annars manns land í óleyfi. Varzla
búfjár skal skilgreind þannig: - að búfjáreigandi haldi því bitfé, er varzlan
tekur til, innan ákveðins afmarkaðs svœðis.
3. kafli, 6. gr.:
Á eftir orðinu „hrossaræktarsamband“ komi orðin: og/eða sveitarstjórn.
4. kafli, 7. gr.:
Niður falli 6. m.gr.
5. kafli, 10. gr.:
I 1. m.gr. komi 1. desemberí stað „15. nóvember“.
5. kafli, 12. gr.:
Orðist þannig:
Forðagœzlumaður skal launaður af sveitarsjóði.
Til að standa undir kostnaði við framkvœmd forðagœzlu og búfjáreftirlits er
sveitarstjórn heimilt að innheimta gjald af búfjárhaldi utan lögbýla, sem
getur verið fast grunngjald auk gjalds, sem ákvarðast af fjölda búfjár af
hverri tegund.
Landbúnaðarráðherra skal gefa tit hámarksgjaldskrá fyrirþessa þjónustu.
Þá er bent á eftirtaldar orðalagsbreytingar:
1. kafli, 2. gr.:
í stað orðsins „vellíðan" í 1. nt.gr. komi fullnœgjandi aðbúnað.
Á eftir orðinu „fóður“ í 1. m.gr. komi og drykkjarvatn.
2. kafli, 4. gr.:
I stað orðsins „víðtækari“ í næst síðustu m.gr. komi rýmri.
Síðasta m.gr. endi svo: fyrir bústofn sinn, fóðrun hans, vörzlu og meðferð.
4. kafli, 7. gr.:
Úr 5. m.gr. falli niður „setja ákvæði sem“. Við 5. m.gr. bætist og/eða hirða.
4. kafli, 8. gr.:
I stað orðsins „endurnýjaðar" komi endurskoðaðar.
5. kafli.
í stað orðins „búfjáreftirlitsmaður“ komi forðagœzlumaður.
191
L