Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 194
5. kafli, 9. gr.:
Síðasta m.gr. orðist svo: Leita skal til héraðsdýralœkna með eftirlit þeirra
þátta, sem snerta heilbrigði búfjár og tryggja hollustu afurða þess.
5. kafli, 10 gr.:
I 1. m.gr. komi athuga vandlega í stað „sannreyna tölur“.
5. kafli, 11. gr.:
í stað „ráðstafa fénaði hans til fóðrunar" komi láta fóðra fénaðinn.
Búnaðarþing leggur áherzlu á, að frumvarpið í endanlegri mynd verði
sent Búnaðarfélagi íslands til umsagnar, áður en lögfest verður.
Mál nr. 32
Drög að frumvarpi til laga um flokkun og mat á gœrum og ull. Frá
landbúnaðarráðuneytinu.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 25 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing telur, að við setningu nýrra laga og reglugerðar um ullarmat
beri að leggja þunga áherzlu á:
1. að ullin sé metin sem allra fyrst eftir afhendingu.
2. að tryggja sem bezt samræmi í ullarmati, hvar og hvenær sem það fer
fram.
3. að ullarmat fari fram heima í héraði, og innleggjendum gefist kostur á að
fylgjast með því.
Fyrirliggjandi drög að lögum um gæru- og ullarmat eru ekki fullunnin og
um sumt of óljóst orðuð.
Búnaðarþing dregur í efa, að það sé til bóta að koma á þriggja manna
yfirmatsnefnd. Hins vegar ber að athuga þann kost að sameina yfirumsjón
með gæru- og ullarmati á eina hönd og jafnframt að fela nýjum eftirlits-
manni með ullarmati einnig að samræma og fylgjast með gærumati.
GREINARGERÐ OG ATHUGASEMDIR:
Mikil óánægja og tortryggni ríkir meðal bænda varðandi framkvæmd
ullarmatsins. An þess að matsreglum hafi veriö formlega breytt, hefur
matið verið hert nú allra síðustu ár, jafnvel svo, að menn fái nú sízt betri
flokkun á haustull en áður á vetrarklipptri ull. Ullarkaupandi og ullarmats-
formaður svarar því til, að strangara sé metið eftir reglunum en áður var,
enda sé það nauðsynlegt, og flokkunin hafi alls ekki veriö í samræmi við
þarfir iðnaðarins.
Fullyrða má, að nokkurs ósamræmis gætir í mati eftir því, hver metur og
hvar.
Svarið við þessu er að þjálfa matsmenn bctur, tryggja þeim staölaða
192