Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 195
aðstööu og veita þeim aðhald með tíðu eftirliti. Aö þessu er stefnt með
tilkomu eftirlitsmanns með ullarmati.
Þá hafa margir bændur rökstuddan grun um, að oft hafi ull skemmzt í
geymslu hjá kaupanda fyrir mat. Slíkt er með öllu ólíðandi, og verður að
tryggja, að ullin sé metin strax eftir móttöku. Því veröur tæpast annað,
nema ullarmat fari franr hjá umboðsmönnum út um land. Það gefur
jafnframt bændum kost á að fylgjast með matinu, sem er fræðandi fyrir þá
og á að draga úr tortryggni milli þessara aðila. Reynsla af ullarmati heima á
bæjum er hins vegar slík, að ekki verður með mælt.
ATHUGASEMDIR VIÐ EINSTAKAR GREINAR:
1. gr. Ekki er nægilega ljóst, hvort um er að ræða flokkun eða gæðamat á
gærum, og hvort til þarf löggiltan matsmann eða ekki.
2. gr. Hér er gærumatsmönnum fengið of mikið og skilyrðislaust vald.
Sláturleyfishafar hljóta að vega og meta mismunandi fláningsaðferð-
ir með tilliti til fleiri þátta en gærugæða.
6. gr. Það hlýtur að koma til álita að sameina yfirmat á gærum og ull á eina
hönd. Með því má spara fé, og störfin eru skyld. Hætt er við, að
nefndaskipan sú, sem lögð er til, geri starfið þunglamalegt ogdragi úr
frumkvæði. Úrskuröur nefndar um hreint faglegt efni, svo sem rétt
eða rangt mat á ull, er vafasamur. Skynsamlegra er að skipa einn
matsformann, sem beri ábyrgð og sé ætlað allt frumkvæði, en hoiium
til halds og trausts séu tveir nefndarmenn á hvoru sviöi. Þá virðist
sjálfsagt, að eftirlitsmaður með ullarmati sé þannig valinn, að hann
geti jafnframt fylgzt með í sláturhúsum og sinnt samræmingu í
gærumati.
Mál nr. 24 afgreitt með þessu máli.
Mál nr. 33
Erindi stjórnskipaðrar nefndar um endurskoðun sjóðagjalda í landbúnaði
og tillögugerð um breytingar á lögum og reglugerðum þar um. Frumvarp til
laga um Búnaðarmálasjóð og framleiðendagjald til Stofnlánadeildar land-
búnaðarins.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 16 atkvæð-
um gegn einu:
Búnaðarþing hefur fengið til umsagnar drög að frumvarpi til laga um
Búnaðarmálasjóð og framleiðendagjald til Stofnlánadeildar landbúnaðar-
ins, sem unnin hafa verið af stjórnskipaðri nefnd. Búnaðarsamböndin í
landinu ogBúnaðarfélag Islands áttu ekki fulltrúa í þessari nefnd, þrátt fyrir
13
193