Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 196
óskir þar um, og verður að telja það afar óeðlileg vinnubrögð í máli sem
þessu.
Búnaðarþing harmar, að í nefndum frumvarpsdrögum er ekki gert ráð
fyrir tekjustofni til félagslegrar starfsemi Búnaðarfélags íslands, svo sem
ályktað hefur verið um á Búnaðarþingi, mál nr. 34 frá 1988. Hins vegar
getur Búnaðarþing eftir atvikum fallizt á þær hugmyndir, sem fram koma í
fyrirliggjandi frumvarpsdrögum með þeim breytingum þó, að hlutur búnað-
arsambandanna verði aukinn frá því, sem þar er gert ráð fyrir, og þau látin
greiða kostnað annars vegar af Búnaðarþingi og hins vegar af störfum
milliþinganefnda Búnaðarþings.
Því leggur Búnaðarþing til, að gerðar verði eftirfarandi breytingar á 4.
grein frumvarpsdraganna:
% gr. af flokki B
skv. 2. gr.
Til búnaðarsambanda............................verði 0.575
Til Stofnlánadeildar landbúnaðarins............verði 0.175
Búnaðarþing felst ekki á, að hægt sé með reglugerð að ákveða gjald skv.
f. lið í flokki B í 2. gr. frumvarpsdraganna. Því verði nefndur f. liður í flokki
B settur sem c. liður í flokki A.
Þá telur Búnaðarþing, varðandi gjaldtöku skv. C-lið 2. greinar frum-
varpsdraganna, að tryggja beri greiðslur til Lífeyrissjóðs bænda. Einnig
telur Búnaðarþing, að ekki beri að taka gjald af riðubótum, nema til
Lífeyrissjóðs bænda.
Búnaðarþing álítur nauðsynlegt, að festa beri tekjustofn búnaðarsam-
bandanna, þannig að ákvæði 4. greinar frumvarpsdraganna unt árlega
tilkynningaskyldu vegna gjaldtöku til búnaðarsambandanna falli niður.
Eftir standi tilkynningaskylda vegna gjaldtöku til búgreinasambanda skv.
sömu grein.
Mál nr. 12, 19 og 21 afgreidd með þessu máli.
Mál nr. 34
Erindi Jóns Gíslasonar um atvinnuleysistryggingar starfsfólks í sveitum.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 21 sam-
hljóða atkvæði:
Búnaðarþing beinir því til stjórnar Búnaðarfélags íslands, að hún beiti
sér fyrir því, að samningur sá um kaup og kjör lausráðins fólks á bændabýl-
194