Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 197
um, sem gerður hefur verið milli Stéttarsambands bænda annars vegar og
Verkamannasambands Islands hins vegar, verði rækilega kynntur meðal
bænda og landbúnaðarverkafólks.
Bent er á, að réttindi starfsfólksins til bóta úr Atvinnuleysistrygginga-
sjóði byggjast á samningi þessum.
Mál nr. 35
Erindi Jóns Hólm Stefánssonar wn dreifingu og sölu á kartöflum og
grœnmeti.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 25 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing mælir með, að staðfestar verði tillögur að reglugerö um
afurðastöðvar fyrir kartöflur, nýtt grænmeti og sveppi, sem fyrir liggja á
þskj. 55, með þeirri breytingu, að inn komi ákvæöi, sent heimila framleið-
endum grænmetis að selja framleiðslu sína á svo nefndum útimörkuðum.
Þingið væntir þess, að framkomnar reglugerðar tillögur séu ekki í
ósamræmi við lög.
Reynist ekki stoð í lögum fyrir framsettum tillögum, skorar Búnaðarþing
á landbúnaðarráðherra að vinna hið fyrsta að nauðsynlegri lagabreytingu.
Pingskjal nr. 55,
sem vísað er til í greinargerð með ályktuninni.
Drög að reglugerð um afurðastöðvar fyrir kartöflur, nýtt grænmeti og
sveppi.
1. Öll sala á kartöflum, nýju grænmeti og sveppum í heildsölu, smásölu eða
beint til neytenda er óheimil nema í gegnum afurðastöð, sem hlotið
hefur starfsleyfi landbúnaðarráðuneytis að fenginni umsögn Hollustu-
verndar ríkisins og heilbrigðisfulltrúa.
2. Afurðastöð samkvæmt reglugerð þessari er hver sú atvinnustarfsemi
lögaðila eða einstaklings, sem tekur við matjurtum þeim, er reglugerð
þessi næryfir, úr höndum framleiðenda eða eigin framleiðslu til vinnslu.
flokkunar, pökkunar, geymslu, heildsölu og/eða dreifingar.
3. Afurðastöðvar skulu hafa fullnægjandi aðstöðu til meðferðar og
geynislu á þeim vörum, sem getið er um í 1. grein samkvæmt ákvæðum
gildandi heilbrigðisreglugerðar hverju sinni. Þá skulu afurðastöðvar
fyrir kartöflur og gulrófur hafa í þjónustu sinni starfsmann, sem sér um
gæðamat samkvæmt gildandi matsreglugerð hverju sinni. Er henni skylt
að sjá matsmönnum fyrir bjartri og rúmgóðri aðstöðu, þannig að þeir
geti sem bezt framkvæmt matið.
195