Búnaðarrit - 01.01.1990, Síða 198
4. Afurðastöðvum er skylt að skila inn til Framleiösluráðs söluskýrslum,
samkvæmt nánari reglum, sem það setur. Ennfremur sjá þær um
innheimtu opinberra gjalda svo sem sjóðagjalda og lífeyrissjóðsgreiðsl-
ur.
5. Afurðastöðvar skulu hlíta afsetningarreglum á kartöflum, sem Lands-
samband kartöflubænda setur og landbúnaðarráðherra staðfestir. Þar
skal tekið tillit til sérstakra aðstæðna á svæðum, þar sem framleiðsla
fullnægir ekki neyzlunni innan héraðs.
6. Afurðastöðvum þessum er skylt að mynda með sér samtök afurða-
stöðva. Þau skulu m.a. vinna að sem hagkvæmastri dreifingu matjurta
um landið, stuðla að sem fjölbreyttustu framboði matjurta á hverjum
tíma og annast sameiginlega auglýsinga- og kynningarstarfsemi. Sam-
tökin skulu tilnefna tvo fulltrúa í fimmmannanefnd vegna þeirra búvara,
sem eru undir verðlagsákvæðum.
7. Samtök afurðastöðva skuldbinda sig til þess að sjá svo um, að jafnan sé
nægjanlegt framboð á 1. flokks kartöflum, grænmeti og sveppum.
8. Afurðastöðvar hafa einar rétt á innflutningi kartaflna, þegar innlend
framleiðsla nægir ekki. Ennfremur hafa afurðastöðvar einar rétt til
innflutnings á nýju grænmeti og sveppum, þegar innflutningur og
innlend framleiðsla skarast að mati innflutningsnefndar skv. 42. gr. laga
nr. 46/1985. Skal magn það, sent hver afurðastöð fær að flytja inn, vera
sem næst í hlutfalli við sölu hennar á innlendri framleiðslu viðkomandi
framleiðsluárs samkvæmt söluskýrslum og skilunt sjóðagjalda.
9. Brot á reglugerð þessari varðar sviptingu starfsleyfis og refsingu sam-
kvæmt 59. gr. laga nr. 46/1985 um framleiðslu, verölagningu og sölu á
búvörum.
GREINARGERÐ:
Samkvæmt bréfi landbúnaðarráðherra, Jóns Helgasonar, dags. 10. ágúst
1988, vorum við undirritaðir, Páll Guðbrandsson, Hávarðarkoti,
Þykkvabæ, Örn Bergsson, Hofi, Öræfum og Ólafur Vagnsson, Akureyri,
skipaðir í nefnd til þess að semja drög að reglugerð um stjórn og skipulag
kartöfluræktarinnar, og var Ólafur skipaður formaður nefndarinnar.
Samkomulag varð um þaö milli nefndarmanna og núverandi landbúnað-
arráðherra að einbeita sér að sölumálum og í framhaldi af því að semja drög
að reglugerð um afurðastöðvar. Vegnaóska Sambandsgarðyrkjubænda var
inn í þessa umfjöllun bætt nýju grænmeti og sveppum, og því heitir það
plagg, sem hér fylgir, „Drög að reglugerð um afurðastöðvar fyrir kartöflur,
nýtt grænmeti og sveppi.“
Nokkrir aðilar hafa sent skriflegar athugasemdir til nefndarinnar og
fylgja þær hér með. I þessum athugasemdum í umræðum við ýmsa aðila
hafa, eins og eðlilegt er, komið fram mismunandi sjónarmið. Skal hér í
196