Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 205
Alifuglarœkt.
Ur hópi bænda:
Aðalmenn:
Jónas Halldórsson, Sveinbjarnargerði,
Sigurður Sigurðsson, Nesbúi.
Varamenn:
Geir Gunnar Geirsson, Vallá,
Jón M. Guðmundsson, Reykjum.
Formaður: Guðmundur Jónsson, Reykjum
Varaformaður: Jón Viðar Jónmundsson.
Úr hópi ráðunauta:
Aðalmenn:
Valur Þorvaldsson,
Þorsteinn Óiafsson.
Varamenn:
Ólafur G. Vagnsson,
Sveinn Sigurmundsson.
Búnaðarþingi var nú að Ijúka. Höfðu allir fundir þess eftir þingsetningu
verið haldnir í Búnaðarþingssalnum á 2. hæð Bændahallar. Færði þing-
heimur sig nú unt set að loknum fundi, en nýr fundur hafði verið boðaður í
Arsal á sömu hæð kl. 16:00. Þar fóru fram þingslit að viöstöddum hópi
gesta.
Var þetta næst stytzta reglulegt þinghald síðan 1951, er farið var að halda
Búnaðarþing árlega. Hafði það staðið í 11 daga. Fyrir þingið höfðu verið
lögð 40 mál, sem er með færra móti. Höfðu 39 þeirra verið afgreidd.
Ályktanir urðu alls 34, „þar sem stundum hafa fleiri en eitt mál, allt upp í
fjögur, verið kippuð saman í afgreiðslunni," eins og forseti komst að orði í
ræðu sinni við þingslit.
Gat forseti nokkurra málaflokka, sem framarlega hefðu verið í umræðu á
þinginu. Meðal þeirra voru skipulagsmál og félagsmál bændasamtakanna,
sem enn væru ntjög í deiglunni og nefndir störfuðu enn í af hálfu
samtakanna sjálfra. Fellt hefði verið að þessu sinni að fjölga í stjórn
telagsins. Þá hefðu bókhaldsmál bænda tekið mikið rúm, einnigendurskoð-
un laga um sjóðagjöld landbúnaðarinsog þar meðfjárhagsmál búnaðarsam-
banda og Búnaðarfélags íslands. „Út úr allri þessari skoöun og umræðu er
enn ekki komið neitt beinlínis áþreifanlegt", sagði forseti. Önnur merk
viðfangsefni þingsins kvað hann „hafa verið þau, sem snerta náttúruvernd,
gróðrar- og landnýtingarmál, sem alltaf eru á dagskrá og snerta bændastétt-
ina meir en alla aöra vegna búfjárhalds og beitarnýtingar". Einnig nefndi
hann atvinnustöðu sveitakvenna.
Þá mælti forseti: „Nú við þingslit vil ég þakka þingfulltrúum öllum
ágætlega unnin störf um þingtímann. Ég þakka skrifstofustjóra, Ólal'i E.
Stefánssyni, og ritara gerðabókar, Júlíusi J. Daníelssyni. Ég þakka skrifur-
um þingsins og meðforseta, Steinþóri Gestssyni. og ég þakka skrifstofu-
stúlkunum Ásdísi Kristinsdóttur, Hafdísi Benediktsdóttur, Rósu Halldórs-
dóttur og Sigríöi Þorkelsdóttur. Ég bið þingið að samþykkja með þögninni,
að forsetar og bókari megi ganga frá tveimur til þremur síðustu fundargerð-
um. Ég óska þingfulltrúum góðrar heimferðar og heimkomu. Aldrei er að
203