Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 206
vita, hverjir eiga aflurkvæmt á Búnaðarþing, allra sízt nú á ári nýrra
kosninga til þingsins“.
Þá kvaddi sér hljóðs aldursforseti þingsins, Jón Olafsson, og ávarpaði
forseta og þingheim. Þakkaði hann þingforseta góða forystu og ágæta
fundarstjórn nú sem áður. Hann tók undir þakklæti þingforseta til skrif-
stofustúlkna og óskaði Hirti E. Þórarinssyni góðrar heimkomu. Að svo
mæltu afhenti Jón Hirti þingforseta veglega bókagjöf frá búnaðarþingsfull-
trúum.
Forseti þakkaði gjöfina og góð orð í sinn garð. Hann þakkaði gestum
komuna og sagði 74. Búnaðarþingi slitið.
VIÐAUKI
Afangaskýrsla nefndar til að gera áœtlun um þróun landbúnaðar til alda-
móta.
Hátíðarfundur Búnaðarþings, sem haldinn var 15. ágúst 1987, samþykkti
ályktun um nauðsyn þess, að gerð yrði heildaráætlun um þróun landbúnað-
ar á íslandi fram til næstu aldamóta.
Fól Búnaðarþing stjórn Búnaðarfélags Islands að leita samvinnu við
Stéttarsamband bænda um þetta verkefni.
Þann 10. nóv. 1987ákváðustjórnirsamtakannaásameiginlegumfundi að
tilnefna starfshóp til þess að hefja undirbúning þessa verks.
í starfshópinn voru tilnefndir frá Búnaðarfélagi íslands þeir Jón Viðar
Jónmundsson og Ketill A. Hannesson og frá Stéttarsambandi bænda
Haukur Halldórsson og Hákon Sigurgrímsson.
Starfshópurinn leit á það sem meginverkefni að kanna, hvaða heimildir
eru tiltækar, sem byggja mætti áætlun á, svo og hvaða viðbótar gagnaöflun
sé nauðsynleg til þess, að slík áætlanagerð verði sem traustust og skilaði áliti
þar um.
Á Búnaðarþingi 1988 voru eftirtaldir skipaðir í nefnd til að hafa
yfirumsjón með þessu verki:
Egill Jónsson, Sigurður Þórólfsson og Sveinn Jónsson.
Frá Stéttarsambandi bænda voru tilnefndir:
Þórólfur Sveinsson, Guðmundur Stefánsson og Guðrún Aradóttir.
Nefndin hefur haldið samtals átta fundi, oftast nær fullskipuð. Leitað
hefur verið til allmargra starfsmanna hjá Búnaðarfélagi íslands og Stéttar-
sambandi bænda og fleiri aðila, m.a. Byggðastolnunar, um margs konar
upplýsingar og reynt að meta, hvað til er af tiltækuefni, sem komiðgetur að
notum við slíka áætlanagerð. Margs konar athuganir hafa farið fram á
undanförnum árum af ýmsum þáttum landbúnaðar, scm ásamt fjölmörgum
lagasetningum á Alþingi snerta beint og óbeint framtíðarskipulag og
framleiðslu í íslenzkum landbúnaði.
204