Búnaðarrit - 01.01.1990, Side 207
Leitað var til allra búgreinafélaga, sent starfandi eru í hinum ýmsu
greinum landbúnaðar, um stöðu og horfur í viðkomandi búgreinum. Eins
og að líkum lætur voru svörin mjög mismunandi, allt frá því að vera afar
svartsýn og afkomumöguleikar litlir og upp í sæmilega stöðu og sums staðar
nokkra bjartsýni um aukningu og framtíðaruppbyggingu.
Nefndinni er ljóst, að svo margir óvissuþættir eru í stöðu og þróun
landbúnaðar um þessar mundir, að erfitt getur reynzt að setja fram
raunhæfa spá um framtíðarþróun, jafnvel þótt aðeins sé til næstu aldamóta,
og verður að taka mið af því við gerð áætlunarinnar.
Þótt sett séu fram ákveðin markmið til að stefna að um stöðu landbúnað-
ar og dreifbýlis um aldamót, ræðst það mjög af aðgerðum stjórnvalda, hver
skilyrði þjóðfélagið býr landbúnaðinum til að ná þeim markmiðum, sem við
setjum okkur.
Með aukinni tæknivæðingu má reikna með, að færri ársverk þurfi til að
framleiða það magn landbúnaðarafurða, sem þjóðin þarfnast, og því þurfa
að koma til ný atvinnutækifæri í dreifbýli til að vega upp á móti þeirri
fækkun, sem af þessu leiddi.
Nefndin hefur þegar aflað sér fjölmargra gagna í töflum og línuritum um
stöðu mála, bæði hvað varðarfjöldabænda, framleiðslu ogsölu afurða liðna
áratugi og vísbendingar um mannfjölda og nevzlu næsta áratuginn.
Ennþá hefur ekki farið fram endurskoöun á búvörusanmingi milli bænda
og ríkisvaldsins, þótt reiknað hafi verið með, að sú endurskoöun færi fram á
liðnu ári.
Stöðug ásókn um aukinn innflutningýmissa landbúnaðarvara, erfiðstaða
og óljós hjá nokkrum búgreinum, t.d. sauðfjárrækt, loðdýrarækt og fisk-
eldi, eru því valdandi, að nefndin telur rétt að fresta um sinn frekari vinnu
og framlagningu álits.
Guörún Aradóttir
(sign.)
Guðmundur Stefánsson
(sign.)
Þórólfur Sveinsson
(sign.)
Egill Jónsson
(sign.)
Sigurður Þórólfsson
(sign.)
Sveinn Jónsson
(sign.)
205