Búnaðarrit - 01.01.1990, Side 215
hátt aö tuberculini var dælt undir húð og síðan fylgst með líkamshita
gripsins reglulega í tvo sólarhringa. Próf þessi voru vinnufrek og ekki eins
ábyggileg og húðpróf er síðar voru upp tekin. Verður að hafa þetta í huga
þegar meta skal niðurstöður þessara prófana.
Arið 1923 voru sett sérstök lög um berklaveiki í nautgripum nr. 25, 20.
júní. Með lögum þessurn eröllum sem nautgripi hafa undir höndum skylt að
tilkynna dýralækni hið fyrsta um öll sjúkdómstilfelli er vekja grun um
berklaveiki. Ennfrentur geyma lög þessi heimild um niðurskurð, sam-
göngubann, bætur o.s.frv. ef berklaveiki verður vart. Sem betur fer hefur
lítiö þurft að beita þessum lögum.
Bragi Steingrímsson dýralæknir gerði berklapróf (húðpróf) á nær 800
nautgripum í Reykjavík og nágrenni á árunum 1934-1935. Prír gripir
svöruðu jákvætt, þeir voru felldir og við krufningu fundust kalkmyndanir,
óverulegar, í hengiseitlum, og reyndist ógerlegt að ákveða með vissu hvort
um berklaskemmdir væri að ræða eða ekki. Nokkrunt árum síðar, gerði
sarni dýralæknir berklaprófanir á kúm á tveim býlum í Mosfellssveit og
Kjalarnesi, alls 60 kúm, allar reyndust þær neikvæðar. Tuttugu gripir sem
prófaðir voru árið 1944 á Norðfirði reyndust líka allir neikvæðir.
Á stríðsárunum geröu dýralæknar er störfuðu á vegum Bandaríkjahers
töluvert af berklaprófunum á nautgripum víðsvegar um land. Gögn um
þetta munu hafa glatast að mestu en samkvæmt bréflegum upplýsingum
Frank A. Todd sem var yfirmaður þessara mála voru berklapróf gerð á
árunum 1941-1944 á nautgripum víða um land t.d. í nágrcnni Reykjavíkur,
Kcflavíkur, Selfoss, Borgarness, Akureyrar, Seyðisfjarðar, Búða og Eski-
fjarðar. Öll þessi próf sem að amerískum hætti voru gerð með inndælingum
í luið í halafellingu, reyndust neikvæð. Ekki hefur verið unnt að fá vitneskju
um hve margir gripir voru prófaðir eða frá hvaða bæjum þeir voru, en
gripirnir skiptu þúsundum alls. Sumarið 1943 gerðu amerískir dýralæknar
berklapróf á 360 gripum frá 28 bæjum í Rangárvallasýslu, og voru þaö tæp
10% af öllum nautgripum í sýslunni. Allir gripirnir sýndu neikvæða útkomu
viö þessi próf. Prófanir þessar voru gerðar fyrst og fremst til þess að
fullnægja reglum bandaríska hersins um hollustuhætti og voru því jafnframt
tekin blóðsýni úr þessum gripum til rannsóknar á mótefnum gegn kálfaláts-
sýklum (brucella abortus) og mjólkursýni til athugunar á gerlafjölda.
Greiddu þessar prófanir allar fyrir viðskiptum við bandaríska herinn með
mjólk og mjólkurvörur.
Um 1950 fór að bera allnokkuð á berklahnútum í garnaeitlum úr svínum
sem slátrað var í Reykjavík. Voru í því sambandi gerð berklapróf á
nautgripum á býlum í bænum og nágrenni hans þar sem einnig var stunduð
hænsna- eða svínarækt. Alls voru prófaðir 433 nautgripir eins árs eða eldri.
Próf þessi voru gerð árið 1952 undir stjórn Guðmundar Gíslasonar læknis.
Dælt var samtímis í húð sitt hvoru megin á hálsi, mammalian- og avian
213