Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 217
New York. Ekki tókst að einangra sýkla úr sýnum þessum utan úr þeim grip
sem sýndi berklaskentmdir í lungnaeitli. Úr þeint eitli ræktuðust sýklar sem
reyndust eftir sýkingu á tilraunadýrum vera fuglaberklar. Enginn þessara
gripa bar einkenni um berklaveiki.
Árið 1965 fóru aftur fram húðprófanir á nautgripum á sömu slóðunr, að
viðbættri A.-Skaftafellssýslu (5 hreppum). Allsvoru prófaðir 23.718 gripir.
Af þeim svöruðu 21 jákvætt. Við endurprófun kom yfirleitt fram mun meiri
húðþykknun eftir avian tuberculin heldur en mammalian tuberculin sem
benti til sýkingar með fuglaberklum. begar gripir þessir voru felldir fundust
ekki merki um berklaveiki í neinum þeirra, en þrír þcirra voru garnaveikir.
Árið 1971 voru 23.272 nautgripir alls í áðurnefndum landshlutum enn
prófaðir á sama hátt og áður. Alls sýndi 41 gripur jákvæða útkomu við
húðpróf. Voru þeir endurprófaðir með hvorutveggja í senn avian og
mamalian tuberculini. Enn var niðurstaðansúsama, mungreinilegrisvörun
eftir inndælingu með avian tuberculini heldur en með mammalian tubercul-
ini. Ekki náðist að rannsaka nákvæmlega alla gripina þegar þeir voru
felldir, en berklaskemmda varð ekki vart í neinum þeirra og sýklaræktun
því ekki framkvæmd.
Heimildir eru unr að berklaskemmdir hafi fundist í einuni og einum
nautgrip er honum var slátrað og skal getið fárra dæma um það. Árið 1927
fékk Niels Dungal til rannsóknar eitla úr kú (óvíst hvaðan) grunaða um
berklaveiki. Við smásjárskoðun fundust greinilegar berklaskemmdir, en
ræktun eða tegundagreining var ekki gerð.
Árið 1942 fundust mjög bólgnir hengiseitlar í kú frá Siglufirði sem svarað
hafði jákvætt við berklapróf. Við vefjaskoðun fundust berklaskemntdir í
hengiseitli. Árið 1950 bárust til rannsóknar að Keldum eitlar og mjógörn úr
kú frá Böggvisstöðum á Dalvík. Eitlarnir voru mikið stækkaðir. gulleitir í
skurðfleti, linir og vessaríkir. Ekki fundust neinir sýrufastir stafir við leit í
útstroki frá eitlum eða garnaslímhúð. Við ræktun á berklaæti kom fram
vöxtur af sýruföstum stöfum. Sýklum var dælt í marsvín og kanínur og
reyndist hér vera um að ræða fuglaberkla.
Árið 1959 voru send til rannsóknar görn og hengiseitlar úr 8-9 vetra
gamalli kú frá Haugi í Gaulverjabæjarhreppi. Kúnni liafði verið slátrað þar
sem hún sýndi grunsamlega svörun við garnaveikiprófi, vanþreifst, nytin
minnkaöi og eitthvað hafði borið á skitu. Hcngiseitlar voru stækkaöir
grágulir og í skurðfleti voru þcir vessaríkir og ystkenndar myndanir á stöku
stað. í útstroki sáust fáeinir sýrufastir stafir. Við ræktun og sýkingartilraun-
ir á marsvínum og hænuungum kom í Ijós að um fuglaberkla var að ræða.
Allar berklaprófanir á nautgripum sem hér er drepið á staðfesta þá
skoðun sem Magnús Einarsson lét í ljós í skýrslu til atvinnumálaráðuneytis-
ins áriö 1922 þar sem hann segir „en hvað sem einstökum tilfellum líður er
ég alsannfærður unr það, að berklaveiki í nautgripum sé afar sjaldgæf hér á
215