Búnaðarrit - 01.01.1990, Side 218
landi, þegar litið er til alls landsins í heild“.
Þá skal skýrt stuttlega frá faraldri af berklaveiki í nautgripum sent upp
kom á búi skólans á Hólum í Hjaltadal vorið 1959, og sennilegt er að stafað
hafi af nautaberklum.
í ársbyrjun 1959 veiktist starfstúlka á Hólum og unt svipað leyti einnig
einn nemandi, er þar hafði dvalist. Var talið að þau hefðu orðiö fyrir
berklasmitun en bæði veiktust upp úr mislingum. Fóru þau á Kristneshæli til
lækninga og náðu góðum bata. Ekki var hægt að fullyrða neitt um það hvar
þau höfðu orðið fyrir smitun, þar sem stutt var um liðið frá því þau komu á
skólasetrið þegar þau veiktust. Þá höfðu nokkur ungmenni að Hólunt haft
jákvæða svörun við berklaprófi í apríl 1959 en fyrr um veturinn enga eða
vafasama svörun.
1 tilefni af þessari smitun óskaði héraðslæknirinn í Hofsósi eftir því að
gert væri berklapróf (húðpróf) á öllum nautgripum skólabúsins á Hólum.
Próf þessi voru gerð í aprílmánuði. Var notað tuberculin frá Iyfjafyrirtækinu
Pitman-Moore & Co., og var í hverjum millilítra 0,25 gr af K.O.T.
Allir gripir 1 árs og eldri alls 66 að tölu voru prófaðir. Niðurstaðan var sú
að 12 gripir allssýndu væga jákvæðasvörun (húðþykknun frá 3 mm allt upp í
9 mm), 6 fullorðnar kýr 3-10 vetra og 6 veturgamlar kvígur. Þar sem þessi
niðurstaða kom mjög á óvart, voru prófin endurtekin nokkru síðar, á þeim
gripum sem svöruðu jákvætt. Var nú notað hvorutveggja í senn avian og
mammalian tuberculin.
Kom þá í ljós að af þessum 12 gripum svöruðu allir á ný, en svörunin var
þó minni en áöur, og ntun greinilegri svörun mældist eftir mammalian
tuberculin heldur en avian tuberculin. Benti það til þess aðhér væri ekki um
fuglaberkla að ræða.
Til að kanna þetta nánar voru þrír gripir felldir og líffæri skoðuð
vandlega. Kom í Ijós að einn gripanna hafði garnaveiki, í öðrum fundust
grængulir örsmáir (I mm) hnútar í hengiseitli, sem við nánari skoðun virtust
ekki vera berklakyns. í þriðja gripnum, 3ja ára kvígu fannst lítill hnútur í
lungnajaðri í vinstra lunga, hnúturinn sent vart var yfir 2 cm í þvermál var
með fjórum holrúmum og í þeim gulleitur ostkenndur þykkur gröftur.
Berklaskemmdir fundust hinsvegar ckki í lungnaeitlum þrátt fyrir nákvæma
leit. Við vefjaskoöun kom í ljós greinileg berklameingerð. Ekki tókst að
rækta berklasýkla beint úr lunga kvígunnar, en naggrísir sem dældir voru
með greftri. hrærðum út í dauðhreinsuöu vatni. fengu allir berkla. Kanínur
sem dældar voru á sama hátt veiktust hins vegar ekki. Sáð var úr líffærum
marsvína á berklaæti og kom fram frekar hægur, smágerður vöxtur af
berklasýklum seni einna helst minnti á ntannaberkla. Er þessum gróðri var
dælt í kanínur fengu þær berkia.
Þann 12. ágúst 1959 voru felldar til viðbótar 4 kýr sem jákvætt höfðu
svarað í apríl og aftur er þær voru prófaðar í ágústbyrjun. í öllum kúnum
216