Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 220
áður. Þessir gripir höfðu ekki sýnt neina útkomu við berklapróf í apríl eða
september 1959, en svöruðu nú mjög greinilega. Þessir gripir voru felldir. í
sjö þeirra fundust engar berklabreytingar við líffæraskoðun en í liinum sjö
fundust mismiklar berklaskemmdir í eitluni og hjá fimm þeirra auk þess
berklahnútar í lungum. Tveir þessara gripa, kýr 12 og 9 vetra, voru með
holumyndanir, hvernur, í lungum og útbreidda berklabólgu í brjósthimnu.
í mars 1960 eru enn prófaðir allir gripir á Hólum 47 að tölu. Reyndust sjö
þeirra jákvæðir, 3 fullorðnar kýr og 4 kvígur 1-2 vetra gamlar. Við
líffæraskoðun á þessum gripum reyndust fimm þeirra vera með lftilfjörlegar
bólgur í lungnaeitlum, en ekkert í lungum eða öðrum líffærum er bent gæti
til berkla, í tveim fundust engar breytingar berklakyns.
Til þess að fá með vissu úr því skorið hvort þessi faraldur væri af völdum
nautgripaberkla eða ekki, voru sýni send til Statens Veterinære Serum-
laboratorium, í Kaupmannahöfn, þar sem Dr. N. Plum tók að sér að greina
berklasýkla þessa til tegundar, en hann hafði manna mesta reynslu í þeini
efnum. Niðurstöður hans af sýkingartilraunum og ræktun berklasýkla voru
eftirfarandi:
Kanínur: Drápust eftir ca. 5 vikur.
Berklaskemmdir í mörgum líffærum.
Ræktun: Typ. bovinus.
Marsvín: Drápust eftir 5-7 vikur.
Berklaskemmdir í mörgum líffærum.
Ræktun: Typ. bovinus.
Á föstu æti er vöxtur berklasýklanna lítið eitt frábrugðinn venjulegum
nautaberklastofnum. Á fljótandi æti hagar vöxturinn sér hinsvegar eins og
venjulegar nautaberklastofn.
I umsögn sinni tekur Dr. Plum fram að eigi sé óalgengt að nautaberkla-
stofnar breytist lítið eitt að því er varðar ræktun, ef þeir eru einangraðir eftir
að hafa valdið sýkingu í fólki.
Pað virðist því ekki fara á milli mála að hér hefur verið um að ræða
nautaberkla enda benda hinar miklu berklaskemmdir sem fundust í ein-
stöku gripum og hin öra útbreiðsla sjúkdómsins í fjósinu á Hólum hvoru
tveggja til þess að svo hafi verið.
Þegar hér var komið höfðu allir þeir lullorðnu gripir sem voru í fjósinu á
Hólum í apríl 1959 svarað jákvætt við berklapróf og því verið felldir að einni
kú undanskilinni, Tinnu nr. 95, 3 vetra.
Berklaprófunum var haldið áfram á 3-4 mánaða fresti næstu misserin, en
síðan árlega í nokkur ár. Brá nú svo við að engir gripir svöruðu jákvætt við
berklapróf lengur. Fylgst var vandlega með gripum þeint, sem felldir voru á
staðnum en aldrei varð vart við bólgur er vektu grun um að vera berklakyns.
Um uppruna þessa berklafaraldurs á Hólum er fátt vitað með vissu. Árin
218