Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 223
sýna bólgur þessar greinilega berklahnútameingerö og oftast má finna i
greftrinum berklasýkla. Þegar ræktun á sýklum þessurn hefur tekist og
sýkingartilraunir á dýrum verið gerðar, hefur komið í ljós að um fuglaberkla
hefur verið að ræða.
Oft hefur komið í ljós í þessum tilvikum að hænsni hafa verið geymd undir
sama þaki og sauðféð. Við kjötskoðun á sláturhúsum hefur ntjög sjaldan
orðið vart við bólgur sent grunur leikur á að væru berklakyns og aldrei hefur
þess orðið vart hér á landi svo að vitað sé að kindur hafi sýnt sjúkleg
einkenni um berklaveiki. Sigurður Hlíðar taldi að hann hafi rekist á 4
berklatilfelli í öllu því sauðfé sem hann skoðaði fyrstu 25 starfsár sín, eða í
ca. 600 þúsund fjár alls.
Berklaveiki í hrossum.
Hross fá sjaldan berkla jafnvel þótt þau séu í nánu sambýli við berklaveikar
kýr eða hænsni. Þegar berklaveiki var algeng í Danmörku á fyrri hluta
aldarinnar og um 30-35% af nautgripum þar smitaðir af berklum fannst
berklaveiki sjaldan í hrossum (/2-1%).
Hér á landi hefur berklaveiki verið staðfest í hrossum í eitt skipti að
minnsta kosti. Veikin kom upp í stóði sem gekk sér í girðingu að Gottorp í
V.-Húnavatnssýslu. Af kynbótaástæðum hafði stóðinu verið haldið sér í
nokkur ár. Hrossin voru á góðu graslendi, og gengu að mestusjálfala, nema
er þeim var gefið hey á vetrum ef tíð var erfið. Ekki voru aðrar skepnur á
bænum og ekki vitað til þess að hrossin heföu samgang við aðrar skepnur.
Hrossin komu sjaldan í hús og því ekki fylgst náið nteð þeim að jafnaði. í
ágústmánuði 1974 var tekið eftir því að tvö liross lögðu óeðlilega mikið af
ntiðað við önnur hross í stóðinu. Var talið að hrossin hefðu fengið
lungnabólgu. Lyfjameðferð kom þó að engu gagni og þegar smá dró af öðru
hrossinu var það fellt (hryssa 4 vetra). Við skoðun á lungum fundust margir
vel afmarkaðir, fleskkenndir misstórir hnútar 3-4 cm í þvermál. Aftantil og
neðantil voru lungun undirlögð af þessum hnútum. A gegnskurði voru
hnútarnir grágulleitir og vefurinn minnti helst á sarkmein. í miðju þeirra
fannst grágulur ostkenndur gröftur. Svipaöir hnútar sáust bæði í lifur og
milti. Við vefjaskoðun sást greinileg berklameingerð. Berklasýklar voru
ræktaðir úr þessum líffærum og sýklunum dælt í tilraunadýr. í Ijós kom að
hér var um að ræða sýkingu með fuglaberklum. Þar sem ekki hafði áður
fundist berklaveiki í hrossum, voru sýni send til Statens Vcterinære
Serumlaboratorium í Kaupmannahöfn. Var það staðfest með ræktun og
sýkingartilraunum að urn fuglaberkla væri að ræða. Þess var helst getið til
að hross þessi hefðu sýkst af fugli sem hélt sig mikið í beitilandi hrossanna,
en á það verða seint færöar neinar sönnur. Ekki virðist hafa orðið meiri
brögð af þessari bcrklaveiki, og voru þó engar sérstakar ráðstafanir gerðar
til þess að uppræta smitið, enda erfitt við að eiga þar sem ekki er mikiö að
byggja a berklaprófi í hrossum.
221