Búnaðarrit - 01.01.1990, Side 227
Björn Bjarnarson
Framræsla
Endurminningar úr starfi
Um miðjan júní 1946 réðst ég starfsmaður
Búnaðarfélags Islands á sviði jarðræktar.
Pálnri Einarsson var þá jarðræktarráðunaut-
ur félagsins, og Asgeir L. Jónsson, vatns-
virkjafræðingur, sá um fullkomna kortlagn-
ingu stærri og minni landssvæða með ná-
kvæmri hæðarmælingu.
Báðum þessum mönnum var ég vel kunn-
ugur, því að ég hafði veriö aðstoðarmaður
Pálma við mælingar sumurin 1935 og 1936
víðs vegar um landið. Pegar Asgeir L. tók að
sér kortlagningu Alftaneshrepps 1937, -hafði
hann einn vanan aðstoðarmann, en þurfti
annan til viðbótar til þess, að full at'köst
næðust við mælingarnar, og réðst ég þá til
hansogvarhjáhonumsumurin 1937 og 1938.
Þar sem hugur minn beindist á æskuárum að landbúnaði, var ég einn
vetur, 1936-1937, í eldri deild Bændaskólans á Hvanneyri. Til þess að
komast inn á Búnaðarháskólann í Kaupmannahöfn var tilskilið, að viökom-
andi hefði unnið við landbúnaðarstörf í Danmörku. Haustið 1937 til vors
1938 vann ég á Lammefjordsgárden á Sjálandi, en eigandi hans hafði greitl
götu margra íslendinga, sem hugðu á framhaldsnám í búfræði og garðyrkju.
Pað var ómetanlegt að kynnast svo ágætu fólki, sem þar var. Alltaf var það
tilbúið að taka á móti manni á hátíðardögum og í fríum og aðstoða, ef í
harðbakka sló, því að ýmis vandkvæði komu í ljós eftir hernám Danmerkur.
Haustið 1938 hóf ég nám á Landbúnaðarháskólanum og lauk því 1941.
Vcgna styrjaldarinnar var ferð til lslands útilokuð, og þar sem áhugi minn
beindist að framræslu lands, réðst ég til starfa hjá Præstö Arnts Grundfor-
bedringskontor sumarið 1941, sem sá um skipulagningu framræslunnar í
amtinu. Pví næst réðst ég til Ringstedegnens Landboforening árið 1944 og
annaðist skipulagningu framræslunnar þar. Skrifstofa þessi var annars með
alhliða ráðunautaþjónustu í jarðrækt. Þarna kynntist égfjölbreyttari starfs-
sviðum, sem komu mér til nota síðar á Islandi.
Björn Bjarnarson
15
225