Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 230
Þriggja frostavetra minnist ég frá þessu tímabili, og lágmarkshiti varð
eina sunnudagshelgi snemma í janúar eitt árið -4-33°C. Þverkubbuðust þá
raflínustaurar og símastaurar víðs vegar á Sjálandi, sem orsakaði ýmis
óþægindi um þriggja vikna skeið.
Gerðar voru strangar kröfur um gerð leirröra, bæði hvað varðar efni,
mótun og brennslu. Efni röranna var leir, hnoðaður í sérstökum vélum.
Þaðan fór hann í mótunarvélina, og var þar mótað í þá stærð, sem verið var
að framleiða. Því næst fóru rörin í útiþurrkun, og að henni lokinni var þeim
komið fyrir í brennsluhúsinu til brennslu.
Brennsluefnið var yfirleitt kurlaður mór og lítið eitt af brúnkolum, sem
unnin voru úr brúnkolanámum á Norður- Jótlandi.
Brennsluofnunum má nánast líkja við um 2000 hestburða hlöðu, og þurfti
mikla þekkingu og reynslu tii þess að koma rörum og brennsluefni rétt fyrir í
gímaldinu til þess að fá sem bezta og jafnasta brennslu.
Upphitun, brennsla og kæling fór eftir vissum reglum, byggðum á gamalli
reynslu. Hver brennsla og kæling tók um hálfsmánaðar tíma. Litur röra og
leirsteina (múrsteina) kemur fram við brennsluna, rauður og rauðbrúnn
litur gefur til kynna magn járnsambanda í leirnum, og eru þau talin
endingarbezt við rörlagnir og byggingar. Gulur litur táknar blöndu af járni
og kalki ogeru neðar í gæðaflokki. Hvítleit rör hafa mikið kalkinnihald, eru
því tiltölulega endingarlítil, og ber að varast þau.
Reynsla er komin á framræslu lands með Ieirrörum í Danmörku, sem
hófst um 1850, og er ending hennar talin 80-100 ár, þegar rör og vinna hel'ur
verið án annmarka.
Nú er öldin önnur. A síðari árum hafa mismunandi götuð plaströr, sem
felld eru niður i jarðveginn með sérstaklega útbúnum vélum, komiö á
markaðinn í samkeppni við leirrörin. Gerð og götun röranna er háð þeirri
jarðvegsgerð, sem þau eiga að leggjast í, en mestum vandkvæðum veldur, ef
nota þarf fyllingarefni ofan á og umhverfis rörin til þess að hindra, að
innstreymi til þeirra stíflist. Tilraunir hafa verið gerðar með sag, fíngerða
möl, kókoshálm, trefjar o.fl.
Framræsla með brenndum leirrörum á Islandi
Það mun hafa verið um árið 1924 sem Jóhannes Reykdal ræsti fram
mýrarblett á býli sínu Setbergi, þá í Garðahreppi, nú í Hafnarfirði. Rörin
voru svonefnd hálfrör, sem lögð voru á tilsvarandi sléttan flöt úr brenndum
leir. Leiðslan var svipuð og hálfur hringur (skeifulaga), þegar litið var á
hana frá hlið. Börn frá þessum tíma, sem léku sér þarna, minnast þessa
bletts, sem þau kölluðu þurru mýrina. Nú, þegar byggð er hafin á þessu
svæði, hafa komið fram í uppgrefti brot úr hálfrörum og plötum, sem
staðfesta framkvæmdina.
Stórathafnamaðurinn Thor Jensen lét ræsa fram land með innfluttum
228