Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 232
gat ég gengið að þeim, er sækja þurfti, fyrir aðra þýddi ekki að reyna, því að
þá hlupu þeir sinn í hverja áttina.
Hestunum hafði verið komið fyrir að Brautarholti á Kjalarnesi, og farið
var með mjólkurbílnum þangað og ferð hafin. Farið var yfir Bröttubrekku
yfir í Dali um Steinadalsheiði yfir í Strandasýslu, norður hana allt norður í
Furufjörð í Norður-ísafjarðarsýslu. Víða var komið við á leiðinni til
athugunar á ýmsum atriðum jarðræktarinnar svo sem ræktunarskilyrðum
og ræktunarumbótum. í Furufirði var þá fjórbýli. Þaðan var farið yfir
Skorarheiði (þá kölluð Lágheiði af heimamönnum) yfir í Hrafnsfjörð að
Stað í Grunnavík. I Grunnavíkinni var staldrað við í 2 daga og farið á þær
jarðir, sem í byggð voru. Því næst var haldið að Bæjum, þá að Melgraseyri.
Þar voru hestarnir haföir í haga, en við tókum Djúpbátinn til ísafjarðar. Á
ísafirði var hlíðin milli Seljalands og kaupstaðarinskortlögð vegna fyrirhug-
aðrar skiptingu hennar í ræktunarlóðir.
Skógarhlíöin í Tungudal, ofan við ræktun kúabúsins á Seljalandi, var og
kortlögð, en þar hafði verið fyrirhugað sumarbústaðahverfi fyrir ísfirðinga.
Á Isafirði héldum við til í Neðsta hjá Jens Hólmgeirssyni, sem fór með
málefni kaupstaðarins. Að þessu loknu var haldið til Hnífsdals og þar mæld
upp til kortlagningar lönd jarðanna Heimabæja I-V og Bakka vegna
ræktunar bænda þessara jarða.
Þá lá leiðin til Bolungarvíkur og að lokum til Arnardals, þar sem
ræktunarskilyröi voru athuguð vegna skiptingar jarðanna og stofnunar
nýbýlis. Þegar hér var komiö, í byrjun októbers, þótti rétt að nálgast
heimahagana á ný, meðan tíð væri sæmileg.
Hestarnir höfðu hvílzt vel á Melgraseyri, er við tókum þá og undirbjugg-
um suðurferðina, sem farin var yfir Þorskafjarðarheiði suður í Miðdali.
Tveimur hestum var komið fyrir til vetrarumhirðu hjá föður Pálma, Einari á
Svaibarði, en sá þriðji naut veturvistar hjá afa mínum og ömmu á
Hamraendum. Eftir þriggja daga dvöl var síðan haldið með áætlunarbíl til
Reykjavíkur.
Ferö þessi var erfið um Vestfirðina, því að víöa þurfti að ganga og teyma
hesta vegna bratta upp í móti og niöur í móti. Stígar meðfram klettum voru
þröngir með hyldýpi fyrir neðan. voru það mjóir, að fullrar aðgæzlu þurfti
við, og sérstaklega var töskuhestinum hætt vegna breiddar klyfjanna.
Sandbleytum lentum við líka í, og lá viö slysi, er við fórum yfir Kaldalón.
Nú 52 árum síðar en þessi för var farin, verður manni hugsað til þeirra
þrekmanna, sem byggðu norðurhluta Strandasýslu, Norður-ísafjarðarsýslu
og víðar í vegalausu landi. Oft hel'ur verið um erfiðar og iangar ferðir að
ræða í tvísýnum veörum til öflunar nauðsynja fyrir heinúlin eða skila á
seljanlegum framleiðsluafurðum búanna, hvað þá öryggisleysið, ef slys eöa
veikindi bar að höndum. Fólkið þarna var glaðvært, gestrisið, samvinnu-
þýtt, og þar hjálpaði hver öörum eftir beztu getu. „Stress“athöfnin var ekki
230