Búnaðarrit - 01.01.1990, Side 233
til í þeirra hugarheimi, en áskotnaðist þjóðinni síðar út frá valdagræðgi og
peningaást.
Haustið 1935, er við komum í bæinn, var hafizt handa með skurðamæl-
ingar fyrir huguðum nýbýlum í Digraneslandi. Um veturinn var hluti
þessara skurða grafinn í atvinnubótavinnu. Kreppuástand ríkti með þjóð-
inni, atvinnuleysi mikið, en menn voru þakklátir fyrir að fá vinnu, þótt við
óhentug skilyrði væri að starfa, snjókomu og skafrenning, en vinnan gaf þó
bita í bú, sem bætti úr, þegar engu var af að taka.
Sumarið 1936 aðstoðaði ég Pálma við landmælingar á landi Akraness-
kauptúns, Óss, og Bekansstaða. Því næst var mælt land Syðstabæjar í
Hrísey, þá farið til Ólafsfjarðar og þar mæld lönd jarðanna Hornbrekku og
Ósbrekku vegna væntanlegra ræktunarframkvæmda, ennfremur lönd
Hrútshóls, Þóroddsstaða og Vatnsenda vegna áveitugerðar. Siglunesið var
næsta verkefnið. Þá voru þar 6 býli í byggð og fyrirhuguð stofnun tveggja
nýbýla. Á austanverðu nesinu er jarðvegur mjög leirkenndur, og þar sem
úrkomur eru þarna ntjög miklar (eins og hellt úr fötu), er vandfundið
erfiðara land til yfirferðar við slíkar aðstæður - en hvað, það hafðist. I
Skagafirði var að lokum mælt á Kimbastöðum og í Varmahlíð ofan brekku.
Ásgeiri L. Jónssyni hafði verið falið það verkefni að kortleggja Álftanes-
hrepp á Mýrum frá sjó til fjalls þannig aö gera mætti heildarskipulag um
framræslu landsins.
Ásgeir var með þaulvanan aðstoðarmann í mælingum, en þar sem um
mjög stórt landssvæði var að ræða, þurfti að bæta viö aðstoðarmanni til að
ná fullum afköstum mælingamanns. Ég réðst því til hans og var við þetta
starf sumurin 1937 og 1938. Landssvæði þetta var hið versta yfirferðar. Þar
skiptust á klettaborgir, ýmist berar eða klæddar lyng- eða kjarrgróðri með
mýrarsundum eða mýrarbreiöum með brokgróðri. Víða voru fenjasvæðin
það mikil, að ekki voru fær öðrum en fuglinum fljúgandi.
Sumarið 1937 héldum viö til á Álftanesi, en 1938 á Smiðjuhóli og
Hofsstöðum.
Starf aðstoðarmanna viö mælingar til kortlagningar er mikið vandaverk,
því að segja má, að það sé auga mælingamannsins. Byrjað er á því á stærri
landssvæðum að setja upp stöðvakerfi á landinu, en stöð kallast sá punktur,
sent mælitækið, sem staðsett er á þrífæti, er lóðrétt yfir. Stöðvakerfinu er
þannig fyrirkomið á góðum, helzt sléttum stað kringum mælitækið með
ústýnisstað allan hringinn. Vegalengd milli stöðva sé ekki yfir 1500 m og
þríhyrningskerfi stöðvanna sé sem næst jafnhliða. Grunnlína þríhyrninga-
kerfisins, um 600-800 m að lengd, er valin á sléttum stað og mæld með 30 m
stálmálbandi nákvæmlega, tvisvar eða oftar, þar til fjarlægðin er rétt l'undin
upp á cm.
Tæki aðstoðarmanna er 4 m hallamálsstöng, sent þeir reisa lóðrétt upp á
þcim stöðum við þau atriði, sem þeir eru að vinna að hverju sinni.
231