Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 238
honum með mælingum sínum að breyta foraði í eitthvert bezta ræktunar-
land hérlendis.
Asgeir var óhemju afkastamaður að hverju verki, sem hann gekk,
nákvæmni og vandvirkni voru í hávegi höfð. Hann var skrifstofustjóri
Búnaðarþings á árunum 1951-1972.
Fleira var í bígerð á árinu 1946. Nauðsynlegt var að hefja framhalds-
menntun búfræðinga hérlendis, svo að allt færi ekki í hnút. Eins og
Islendinga er eðli, þurftu þeir að deila um eitthvað, og deiluefnið var um,
hvort framhaldsnámið væri við Búnaðarskólann á Hvanneyri eða Háskóla
Islands. Þegar Guðmundur Jónsson, skólastjóri á Hvanneyri, var orðinn
leiður á japlinu, stofnaði hann án lagaheimildar til framhaldsnáms á
Hvanneyri fyrir búfræðinga við Bændaskólann á Hvanneyri og hlaut til þess
leyfi ríkisstjórnarinnar, en í henni var Bjarni Asgeirsson, landbúnaðarráð-
herra.
Við Asgeir ákváðum í upphafi að styðja við bakið á framhaldsdeildinni
með kennslu á þeim sviðum, sem við hefðum bezta þekkingu á. A árunum
1948-1960 annaðist Asgeir kennslu í landmælingum, kortagerð og að
nokkru í vatnsmiðlun. I minn hlut féll kennsla í skipulegri framræslu,
bóklegri og verklegri, með viðeigandi útreikningum. Kennsla okkar fór
bæði fram að vetrarlagi og sumarlagi, til þess að nemendur fengju sem bezta
innsýn í verkefnin við ríkjandi aðstæður. Auk þessa tókum við árlega þátt í
10-14 fundarhöldum og námskeiðum vítt og breitt um landið á vegum
búnaðarsambanda, búnaðarfélaga og annarra stofnana bænda.
Eftirtaldir menn hafa unnið sjálfstætt að mælingum fyrir framræslu hjá
Búnaðarfélagi íslands á tilgreindum árum: Friðjón Júlíusson 1947-1948,
Páll Hafstað 1947-1949, Sigfús Þorsteinsson 1953-1954, Ingi Garðar Sig-
urðsson 1953-1954, Ólafur Ásgeir Ásgeirsson 1963-1967, Jónas Jónsson
1966-1971, Guðmundur Sigþórsson 1967-1969, Pétur Konráð Hjálmsson
1969- 1980, Valdimar Gíslason 1969, Andrés Magnússon 1971, Óttar
Geirsson frá 1972, Sigfús ArnarÓlafsson 1977-1980, Árni Snæbjörnsson l'rá
1985.
Mælingar fyrir skurðum voru í byrjun erfiðar. Gröfur þær, sent vinna átti
með, voru það, sem kallað var víragröfur, þ.e. skóflan hékk í einum vír efst
úr krana, en aðdráttarvírar tveir frá spilum gröfunnar voru festir framan lil
hvor í sitt horn efri enda skóflunnar. Þar, sem botn var grýttur eða
samrunnin sandsteinshella var í skurði, var mjög erfitt og sums staðar nær
ógerningur að ná þessum fyrirstöðum í sundur, þó að menn væru allir af
vilja gerðir að vinna verkið sem bezt.
Mælingamenn höfðu 2m langa, sexhyrnda stálstöng með breiðu hand-
fangi til að kanna dýpt og gerð jarðvegs. Könnun jarðvegs var þrælavinna
við erfiðar aðstæður, fór illa með bak og höfuð.
Árið 1963 flutti heildverzlunin Hekla h/f inn vökvaknúna gröfu, sent
236