Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 240
skurðgröft, þar sem því verður við komið.“ Vegna þess hve lögin komu
seint fram, varekki hægt að fullnægja þessu ákvæði fyrr en á árinu 1965, og
hefur svo haldizt síðan.
Jarðræktarlögin frá 1964 ákváðu:
„Til þess að ná sem næst jöfnunarverði á framræslukostnað opinna
skurða um Iand allt, skal greiða gjald af hverjum vélgröfnum rúmmetra
opinna skurða, er framlags njóta samkvæmt lögum þessum“, og ennfremur:
„Breytingar á jöfnunargjaldinu frá ári til árs, til hækkunar eða lækkunar,
ákveður Búnaðarfélag íslands eftir því sem reynslan sýnir þörf á“.
Árið 1972 er lögunum breytt þannig, að þau heimiluðu framlagsgreiðslur
niður í meðalkostnað á þeim svæðum, þar sem skurðgröftur var meira en
25% hærri en meðalkostnaður á landinu. Þetta atriði var svo fellt niður við
endurskoðun laganna 1985.
Framræslan var fyrst boðin út á 34 útboðssvæðum 1969 og olli nokkru
fjaðrafoki. Ekki vildu allir fallast á ákvæði um breytingar jarðræktarlaga nr.
22, 24. apríl 1965, um rétt ræktunarsambanda til að ganga inn í lægsta
tilboð, hvert á sínu svæði, í skurðgrefti og plógræslu.
Eftir lögfræðilega athugun málsins var staðfest, að stjórn Búnaðarfélags
íslands hafði farið að lögum í málinu, og var því þar með lokið.
Lög um aðstoð ríkissjóðs til þess að koma upp vatnsveitum í sveitarfélög-
um voru frá 1947, og voru á vegum félagsmálaráðuneytisins. Ásgeir L.
Jónsson, sem hafði ásamt öðrum störfum hjá Búnaðarfélaginu annazt
mælingar fyrir vatnsveitum hjá bændum til heimilis og búsþarfa, var ljóst,
að þessi löggjöf var ófullnægjandi fyrir allan þorra bænda.
Tilfinnanlegur skortur var á vatnsrörum í sveitum landsins og fór vaxandi
vegna stækkunar búanna og aukinnar þarfar vatns til hraðkælingar mjólkur.
Vinnustofa S.Í.B.S. hafði þá hafið framleiðslu á plaströrum, en hafði
ekki nægileg gjaldeyrisleyfi fyrir plastefni til framleiðslu á vatnsleiðslurör-
um til að fullnægja eftirspurninni. Ásgeir lagði ntálið fyrir Búnaðarþing
1959 og fékk þar samþykkt ályktun með 22 samhljóðandi atkvæðum um
áskorun til Landsbanka Islands, að hann veiti nægileg gjaldeyrisleyfi á
yfirstandandi ári og eftirleiðis fyrir plastefni til framleiðslu á vatnsleiðslu-
rörum, svo að eftirspurn verði fullnægt. Fyrir Ásgeir var þetta áfangi á leið.
Á Búnaðarþingi hélt hann málinu vakandi, og í jarðræktarlögum 29. maí
1972 voru vatnsveitur til heimilis og búsþarfar teknar inn sent framlagsnjót-
andi liður, enda sé farið eftir áætlun, sem Búnaðartelag íslands lætur gera
eða samþykkir.
Áðurnefnt er dæmigert fyrir mörg mál. Það er ekki nóg, að málið sé gott,
það þarf að þróast og þroskast með þjóðinni, þar til hún skilur nauðsyn
þess.
Ég hefi yfirfarið og úrskurðarð allar nótur og gert upp sérhverja leiðslu
vatnsveitnanna.
238