Morgunn - 01.06.1925, Síða 8
2
MORQUNN
lega lieimkynnis. Nú skiljið þér, livað eg á viS meS „lieim-
koma* ‘.
Iívað vitum vér um þessa lieimkomu frá Nýja testament-
inu ? Kirkjan kennir oss ekki mikið um liana. Sjálft Nvja
testamentiS segir ekki mikið frá henni. Og út úr ýmsum um-
mælum biblíunnar hafa menn teygt mjög mismunandi lær-
dóma. Sumir hafa jafnvel ætlað sálinni að sofa í gröfinni,
þangað til á einhverjum dómsdegi í órafjarlægð framtíðar-
innar. Ilugsunin um slíka heimkomu finst mér satt að segja
lítið tilhlökkunarefni. Það gerir nú raunar minst til. Tilver-
an lagar sig ekki eftir tilfinningum vorum. Ilitt er lakara
VÍð þessa kenning: hún er óskynsamleg. Öll þekking vorra
tíma mótmælir henni, — Ein dæmisaga Jesú talar um heim-
komuna. Þar er vissulega ekki um grafarsvefn að ræða. Laz-
arus er borinn af englum (þ. e. sendiboðum úr ósýnilegum
heimi) í faðm Abrahams. Ríki maðurinn vaknar upp í kvala-
ástandi. Meira er ekki sagt um lieimkomu þeirra. Af þessu
hafa menn dregið þá ályktun, að vistarverurnar væru tvær
annars lieims — önnur góð og hin ill. Og svo ótrúlega fljót-
færir og óvarkárir hafa menn verið, að þeir hafa af þessum
og líkum ummælum ritningarinnar ráðið, að þetta ástand,
er menn hreppa þegar eftir dauðann, væri óumhreytanlegt
og eilíft. Af svo vanhugsaðri fljótfærni meðal annars er út-
skúfunarkenningin sprottin. — Sjálf ritningin fer þó með
þessi orð eftir Kristi sjálfum: „I húsi föður míns eru mörg
liíbýli'‘ (eða vistarverur). Þar sýnist vera gert ráð fyrir, að
um fleiri cn tvenns konar stig sé að ræða í framhaldstilver-
unni. En eg held eg geri ekki hinni viðurkendu, svo nefndu
rétttrúnaðarkenning kirkjunnar rangt til, þó að eg segi, að
hún veiti oss litla fræðslu um, livað eiginlega taki við eða
hvernig heimkoman sé.
Sumir halda, að fræðslu um þessa hluti mégi menn ekki
leita annarstaðar en í heilagri ritning. Fyrir henni ímynda
sumir sér, að þeir heri slíka fádæma lotning. En í raun og
veru er það tóm ímyndun fvrir mörgum. Ef þeir gerðu sér
Ijóst, hvernig biblían er til orðin, mvndu þeir jafnvel bera