Morgunn - 01.06.1925, Blaðsíða 10
4
M ORGUNN
á, bteði hér á landi og erlendis. Eg ætla samt ekki að bjóða
yður það, sem mér hefir verið sagt. Eg liefi kosið að þýða
nokkurar frásögur iir sumum beztu bókunum, sem um þessi
mál fjalla, vegna þess, að eg held, að sambandið liafi þar
verið enn fulllcomnara og öruggara. En ])að skal eg taka fram,
að það, sem mér hefir verið sagt á miðilsfundum, kemur vel
heim við það. En mér er vel kunnugt um, að þær vitsmuna-
verur, er við oss tala xir hinum heiminum, kvarta stöðuglega
yfir því, hvílíkum feikna-örðugleikum það sé bundið, að fá
komið skeytum inn í þennan lieim. Bezt gengur það hjá þeim
miðlunum, sem mestu hæfileikunum eru gæddir og lengst hafa
verið æfðir. Og miðilshæfileika þarf að æfa lengi, engu síður
en aðra liæfileika, eigi þeir að koma að notum.
Nú hafið þér að líkindum öll eða flest heyrt talað um,
að þær vitsmunaverur, sem gera vart við sig á tilraunafund-
unum, segjast vera framliðnir menn. Ef svo er, hafa þeir
reynsluna fyrir sér í því, livað það er að deyja. Þeir segja
oss allir, að dauðinn sé ekki annað en flutningur sálarinnar
inn á annað tilverustig, og að aðskilnaður sálar og líkama
fari fram eftir sínum eðlilegu lögum. Sérhver maður vakni
upp á því lífssviði, sem hann hefir gert sig iiæfan til með
breytninni hér í lífi.
Mörgum er það áhugainál að fá sem glegsta hugmynd um,
hvernig menn vakni upp eftir dauðablundinn. Er sá áhugi
ekki næsta eðlilegur ? Fólkið er stöðuglega að deyja kringum
oss. Á voru fámenna landi doyja miklu fleiri en svo, að cinn
komi á hvern dag ársins (um 10 á viku). Fróðir mcnn se'gja
oss, að á allri jörðinni deyi árlega að jafnaði miljón
manns.
Yærum vér ekki undarlega gerðir, ef oss langaði ekk-
ert til að vita um afdrif þeirra, sem deyja? Eða getur oss
staðið alveg á sama um þá hina miklu reynslu, sem vér sjálfir
liljótum að ganga gegnum, ef til vill eftir skamman tima, að
minsta kosti eftir fáeina áratugi.
Eg er sannfærður um það eftir langa leit, að lcomnar eru
til mannanna margar lýsingar á yfirförinni og hvernig menn